Viðkvæm álitamál og nemendur
Verkefni með æfingum Bls. 27 B. HLUTI VERKEFNI MEÐ ÆFINGUM VERKEFNIN Í þessum kafla eru verklegar æfingar og ígrundun sem tengjast umfjöllun um viðkvæm álitmál með nemendum. ■ Verkefnin eru ætluð kennurum og uppalendum til að átta sig á mikilvægi þess að virkja ungt fólk í umræðum um viðkvæm álitamál jafnt innan skóla sem utan . Enn fremur að efla sjálfstraust og hæfni kennara til að fjalla um álitamál á árangursríkan hátt og af öryggi. ■ Kaflinn skiptist í þrennt: X X 1. hluti: Inngangur um viðkvæm álitamál, hugtakið kynnt ásamt þeim áskorunum sem fylgja því að taka þau til umfjöllunar í skólum. X X 2. hluti: Kennsluaðferðir , farið er yfir nokkrar aðferðir sem beita má til að stuðla að öruggri umræðu. X X 3. hluti: Ígrundun og mat , hugmyndir fyrir sjálfsmat og eftirfylgni . HVERNIG VERKEFNIN ERU UNNIN V erkefnin mynda samfellu sem leggja má fyrir á tveggja daga námskeiði . Sé sá tími ekki fyrir hendi er hægt að velja stök verkefni og setja saman styttri námskeið eða nota hvert og eitt sérstaklega. ■ Verkefnin eru ætluð til notkunar í öllum Evrópulöndum og á öllum skólastigum og skólagerðum. Allir kennarar geta notað verkefnin, óháð sérsviði, en þau tengjast að öllum líkindum mest hlutverkum þeirra sem skipuleggja og kenna lífsleikni, samfélagsfræði og hugvísindagreinar. ■ Leiðbeiningar með verkefnunum eru settar fram í ákveðnum skrefum , þar sem fjallað er um mark- mið, aðferðir, hæfniviðmið og tíma sem þarf í verkefnið. Þessi skref eru þó aðeins hugsuð til viðmiðunar. Sá sem leggur verkefnin fyrir ákveður sjálfur hvernig hann vill haga þeim . HÆFNIVIÐMIÐ S ameiginlegt markmið allra verkefnanna er að efla faglega hæfni þátttakenda til að fjalla um við- kvæm mál: ■ Hæfniviðmið falla í þrjá flokka: X X Persónuleg hæfni. Að geta ígrundað skoðanir sínar og gildismat og áhrif þeirra í skólastofunni. Að geta lagt mat á hvenær er viðeigandi að deila skoðunum sínum með nemendum og hvenær ekki. X X Fræðileg hæfni. Að geta skilið eðli þess sem er umdeilt í lýðræðissamfélagi og þátt samræðu og friðsamlegra lausna í því sambandi. Að geta tengt mikilvægi viðkvæmra álitamála annars vegar og lýðræðis- og mannréttindafræðslu hins vegar. X X Hagnýt hæfni . Að geta beitt ólíkum leiðum við að stýra umræðu um viðkvæm álitamál af næmni og tillitssemi. Að geta kynnt álitamál á sanngjarnan hátt þó að allar staðreyndir málsins liggi ekki fyrir. Að geta svarað skyndilegum umdeildum og ef til vill óviðeigandi athugasemdum frá nemendum. Að geta átt samstarf við aðra hagsmunaaðila. ■ Hæfniviðmiðin tengjast ýmist tilteknum verkefnum eða eiga við um öll þeirra. Þeir sem sjá um nám- skeiðin ættu að þekkja vel til þeirra og nota hvert tækifæri sem gefst til að vísa í þau .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=