Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 24 VIÐAUKI I HÆFNIVIÐMIÐ FYRIR KENNARA 1. PERSÓNULEG X X Að geta gert sér grein fyrir eigin skoðunum og gildum og hvernig þau hafa myndast í gegnum persónulega reynslu og ígrundun og hugsanleg áhrif á það hvernig kennarinn fjallar um viðkvæm álitamál. X X Að geta gert sér grein fyrir og ígrundað kosti og galla þess að láta skoðanir sínar í ljós við nemendur. Að geta sett sér persónulega stefnu um þetta með tilliti til þarfa nemenda og eigin heilinda. 2. FRÆÐILEG X X Að geta skilið hvernig álitamál verða til og áttað sig á leiðum til að leysa þau á lýðræðislegan hátt með því að nota lýðræðislega orðræðu og friðsamlegar leiðir til að leysa ágreining. X X Að geta skilið á hvern hátt kennsla um viðkvæm álitamál tengist lýðræðis- og mannréttindafræðslu m.a. markmiðum hennar og tilgangi, aðferðum og erfiðleikum og hvernig megi yfirstíga þá. 3. HAGNÝT X X Að geta beitt fjölbreyttum kennsluaðferðum til dæmis að vera hlutlaus stjórnandi, að gæta jafnræðis, að andmæla ríkandi sjónarmiðum og að opinbera skoðun sína. Auk þess að geta valið og notað þessar aðferðir í samræmi við aðstæður. X X Að geta stýrt umræðum um viðkvæm álitamál á öruggan hátt með því að velja og beita viðeigandi kennsluaðferðum. Til dæmis að setja grundvallarreglur, að tala um mál á almennum nótum en ekki persónulegum og að skapa ákveðna fjarlægð, nota ákveðinn ramma fyrir umræður o.s.frv. X X Að geta kynnt málefni á sanngjarnan hátt þegar hlutlausar, traustar og skiljanlegar upplýsingar skortir, til dæmis með því að nota rannsóknarmiðaðar aðferðir. X X Að geta átt samstarf við aðra hlutaðeigandi þegar fjallað er um viðkvæm álitamál með nemendum til að auðga nám nemenda og dreifa ábyrgðinni, til dæmis til annars starfsfólks, foreldra og annarra.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=