Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 22 ■ Fjöldamörg önnur málefni hafa ekki verið að fullu rannsökuð eða gefin nægileg athygli í fræðunum. Í fyrsta lagi virðist lítill gaumur hafa verið gefinn að því á hvern hátt setja má viðkvæm álitamál á kerfis- bundinn hátt í námskrár. Ekki hefur verið hugað að því hvernig þjálfa má nemendur sjálfa í að þekkja viðkvæm álitamál. Á meðan áherslan hefur verið á þörf kennara fyrir að skilja hvað viðkvæm álitamál eru og hvernig taka megi á þeim í skólunum, hefur mjög lítið verið lagt upp úr því að kenna nemendum að skilja hugtakið – nema með hugsanlegri undantekningu hjá Stradling (1984). Í Verkefni Evrópuráðsins um lýðræðis- og mannréttindamenntun er fjallað um kennslu með (through) eða fyrir (for) viðkvæm álitamál en varla minnst á hugmyndina um að kennarinn kenni um (about) viðkvæm álitamál. Hugmyndin um að viðkvæm álitamál séu sérstakt hugtak myndi ekki aðeins hjálpa nemendum að koma auga á þessi málefni í raunveruleikanum og vita hvernig þeir gætu tekist á við þau heldur hefði það einnig þau áhrif að málefnin væru síður persónugerð og því auðveldara að fjalla um þau. ■ Í öðru lagi er lítið um raunhæfar ráðleggingar til kennara um hvernig þeir geti brugðist við skyndi- legum og óvæntum spurningum og athugasemdum þegar þeir taka viðkvæm álitamál til kennslu. ■ Í þriðja lagi má segja það sama um það hvort kennarar eigi að opinbera eigin skoðanir fyrir nemendum eða ekki og kennarar eru skildir eftir í lausu lofti með enga sérstaka stefnu eða leiðir í þessu sambandi. ■ Í fjórða lagi er lítið í fræðunum um heildarstefnu skóla þegar kemur að fræðslu um viðkvæm álita- mál. Auk þess er lítið fjallað um hlutverk skólastjórnenda í þessu sambandi eða hvernig þeir geti stutt við kennara. ■ Í fimmta lagi er oft spurt hvort kennarar búi yfir nægilegri þekkingu og skilningi á málefnum til að geta fjallað um þau á árangursríkan hátt. Hins vegar er lítið um að kennurum sé bent á leiðir til að afla sér þekkingar á viðkvæmum álitamálum, jafnt þeim sem hafa varað lengi sem þeim sem eru efst á baugi hverju sinni. ■ Að lokum virðist sem ekki hafi verið gerð nein tilraun til að skilgreina eða flokka þá lykilhæfni sem nauðsynleg er þegar kenna á viðkvæm álitamál. Ein ástæðan gæti verið að hvert tilvik sé talið sérstakt og engin ein aðferð sé líkleg til að reynast vel í öllum kringumstæðum. Til að unnt sé búa til gagnlegt efni og uppbyggilega nálgun til að hjálpa kennurum að bæta árangur sinn er mikilvægt að fyrir liggi hvaða hæfni kennari þurfi að búa yfir til að geta fjallað um málin á öruggan og sanngjarnan hátt. Þó að erfitt sé að flokka álitamálin þá er mögulegt að flokka þá erfiðleika eða áskoranir sem mæta kennurum, til dæmis andúð á milli nemenda, fordómafullar skoðanir eða grun um aðila utan skólans sem hafa hagsmuna að gæta. Stradling (1984) kallar þessar áskoranir eða erfiðleika vanda skólastofunnar (classroom dilemmas). 56 Með því að skoða hvað þurfi til að takast á við þennan vanda bæði almennt og í tilteknum atvikum er hægt að ákvarða hæfnina. Í lok kaflans Yfirlit gagna er viðauki (Viðauki I) með lista yfir slíka hæfni. RÁÐLEGGINAR Í samræmi við þessar niðurstöður er lagt til að: X X Fræðsla umviðkvæmálitamál verði forgangssvið í menntun kennara í lýðræðis- ogmannréttindafræðslu, jafnt nýrra sem starfandi kennara. X X Endurmenntunin ætti að byggja á fyrirliggjandi efni eins og kostur er. X X Efnið sem notað er á námskeiðum fyrir kennara ætti að vera aðgengilegt og nýtast í öllum löndum Evrópusambandsins, á öllum skólastigum, fyrir allar gerðir skóla og alla kennara óháð kennslugreinum þeirra. X X Markhópurinn ætti til að byrja með að vera bekkjarkennarar. Þó að fræðsla fyrir skólastjórnendur og skólayfirvöld sé líka áríðandi gæti verið hentugra að taka á því á síðari stigum. X X Efnið ætti að ná yfir alla hæfni kennara, bæði persónulega, fræðilega og faglega sjá m.a. Viðauka I. X X Ekki ætti að gera ráð fyrir reynslu kennara á þessu sviði, síðar meir mætti bjóða upp á framhaldsnámskeið. X X Bæta þarf því við sem ekki er tekið á í fyrirliggjandi gögnum. Til dæmis að nota hugtakið að kenna um (about) í staðinn fyrir með (through) og fyrir (for) þegar fjallað er um viðkvæm álitamál, að kynna aðferðir til að takast á við skyndilegar athugasemdir og spurningar frá nemendum og hjálpa kennurum að meta hvort og hvenær þeir eigi að opinbera skoðanir sínar og hollustu við málefnið fyrir nemendum. 56. Stradling (1984), p113
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=