Viðkvæm álitamál og nemendur

Yfirlitskafli Bls. 21 (k) Samstarf við aðra kennara og hagsmunaaðila. ■ Í fræðunum segir ekki mikið um samstarf um kennsluna. Þó eru á því undantekningar. Stradling (1984) bendir á teymiskennslu sem leið til að takast á við sérstaklega flókin málefni. Þá geta kennarar skipt með sér verkum og unnið með mismunandi hluta viðfangsefnisins. Claire & Holden (2007) telja að það sé áhrifaríkara að fjalla um viðkvæm álitamál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra en að kennarar geri það einir. Einnig er hægt að fá utanaðkomandi fyrirlesara eða samtök sem hafa reynslu af viðkomandi álitamáli og geta talað milliliðalaust við nemendur. HVAÐ ER NÚ ÞEGAR TIL AF NÁMSKEIÐUM OG EFNI? ■ Í kennsluefni fyrir lýðræðis- og mannréttindafræðslu (EDC/HRE) er ekki mikið sem er sérstaklega ætlað til að taka á viðkvæmum álitamálum. Í kennsluefninu eru almennar leiðbeiningar um kennslu í lýðræði og mannréttindum. 52 Einn kaflinn er þó með efni sem er sérstaklega ætlað fyrir viðkvæm álitamál. 53 Að auki er aðeins fjallað um undirbúning og fræðslu fyrir kennara annað, hvort sem þeir geta notað sjálfir 54 eða þeir sem annast endurmenntun kennara. 55 Hins vegar er fátt af þessu efni almennt þekkt eða hefur verið notað fyrir utan upprunalöndin sem eru aðallega Bandaríkin, Bretland og Írland. ■ Þó að rannsóknir séu af skornum skammti benda þær til þess að undirbúningur kennara til að fjalla um viðkvæm álitamál sé annað hvort ófullnægjandi eða enginn . Oulton, Dillon og Grace (2004) greindu frá því að mikill meirihluti kennara á grunn- og framhaldsskólastigi í Englandi telji að undirbúningur sé ófullnægjandi og að ekki séu fyrir hendi nægilegar leiðbeiningar um það hvernig kennarar eigi að fjalla um viðkvæm álitamál, hvorki frá opinberum aðilum né einstökum skólum. Philpott og félagar (2013) komust að því að kennarar í Bandaríkjunum töldu að hvorki kennaramenntunin né skólarnir sem þeir störfuðu við hefðu búið þá nægilega vel undir að fjalla um viðkvæm álitamál. Einn lýsti því þannig að það væri nánast eins og að„fálma sig áfram í myrkri“. Allir töldu að bjóða ætti upp á meiri fræðslu og undirbúning. SAMANTEKT K ostir þess að taka viðkvæm álitamál til kennslu eru augljósir og margvíslegir samkvæmt öllum fræðigreinunum. Þá er það stór áhrifaþáttur í árangri kennslu í lýðræði og mannréttindum í nútíma- samfélögum í Evrópu og víðar að taka þar fyrir umdeild málefni. ■ Hins vegar er einnig ljóst að það getur verið erfiðleikum bundið fyrir kennara og skólana í heild að fjalla um málefni sem skiptar skoðanir eru um. Má þar nefna áhyggjur af hvaða áhrif það hefur á nemendur, foreldra og aðra hagsmunaaðila að taka slík mál fyrir í skólanum, hættu á hlutdrægni kennara eða jafnvel of lítil áhrif frá kennurum, hve flókin slík mál eru og hve gloppótt og brotakennd mörg þeirra frumgagna sem kennarar hafa aðgang að eru. Þess vegna er það gjarnan þannig að mikilvæg málefni verða útundan í skólum og kennarar oft illa búnir undir að takast á við þau. ■ Almennt eru menn sammála um að ekki sé til neitt eitt svar við öllum þessum áhyggjum og áskorunum, heldur þurfi að takast á við hvert og eitt þeirra sérstaklega. Bent hefur verið á nokkrar kennsluaðferðir til að takast á við viðkvæm álitamál almennt um allan heim og sértækar aðferðir sem beita má við sér- stakar aðstæður. ■ Þessar kennsluaðferðir hafa mikilvæga þýðingu fyrir faglegan undirbúning kennara. Hins vegar eru tækifæri kennara til að fá slíka fræðslu mjög takmörkuð , bæði í grunn- og endurmenntun. Þá er ekki heldur til mikið af námsefni til að styðjast við í þessu sambandi. Eitthvað hefur verið framleitt af því í Bretlandi, Írlandi og Bandaríkjunum. En þó að það námsefni sem til er sé í sjálfu sér gagnlegt (og geti gefið vísbendingar um hugsanlegan ávinning) er það lítið þekkt eða notað utan þeirra landa þar sem það var búið til. Til að mynda virðist kennsluefni sem gerir ráð fyrir kennslu þar sem aðallega er stuðst við opnar spurningar og rökræður ekki endilega eiga við alls staðar í Evrópu. Hin lífseiga trú á kennaramiðaðar aðferðir og kennslu þar sem bannað er að tjá andstæðar skoðanir og rök, kallar á enn frekari áskoranir þegar viðkvæm álitamál eru tekin til kennslu en lítið er fjallað um það í almennum fræðigreinum. Hins vegar býður það efni sem þegar er til fyrir menntun og starfsþjálfun kennara upp á mikið af hugmyndum og verkefnum sem nýta má þegar hugað er að undirbúningi fyrir kennslu um viðkvæm álitamál. 52. e.g., Huddleston & Kerr (2009), Wales & Clarke (2005), ACT (2013) 53. e.g. Hess (2009), Claire (2001), Citizenship Foundation (2004) 54. e.g., CDVEC CURRICULUM DEVOPLMENT UNIT (2012), ACT (2014), Clarke (2001) 55. e.g. Fiehn (2005)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=