Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 20 spurning fyrir nemendur til að skoða málefnið og til að byggja skoðun sína á. Spurningarnar eru: Um hvað er málefnið? Hver eru rökin? Hverju er gert ráð fyrir? Hvernig eru rökin meðhöndluð? Stradling (1984) tilgreinir fjögur fagleg hæfniviðmið ásamt leiðum til að skoða málefnin sem nemendur geta sjálfir notað við ólík málefni. Hæfniviðmiðin eru: að geta greint á gagnrýnan hátt upplýsingar og gögn, að geta spurt vandræðalegra spurninga, að geta komið auga á orðagjálfur og að kunna að taka öllu með fyrirvara. 42 (h) Þjálfun nemenda í að koma auga á hlutdrægni. ■ Oft er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í að greina hlutdrægni, bæði til að hjálpa þeim að greina málefni á gagnrýninn hátt en einnig til að draga úr raunverulegri hlutdrægni eða forðast að vera ásakaður um hlutdrægni. 43 Cromie & Rowe (2009) leggja til að nemendur séu hvattir til að draga úr hlutdrægni og að þeir læri að greina á milli staðhæfinga. Enn fremur að átta sig á tilfinningaþrungnum talsmáta og sögusögnum í fjölmiðlum. (i) Hæfni til að skipuleggja og stýra umræðum á árangursríkan hátt. ■ Í ljósi þess að kennarar styðjast einkum við bekkjarumræður eða bekkjarfundi þegar þeir taka við- kvæm málefni til umfjöllunar leggja fræðimenn mikla áhersla á hæfni kennara til að skipuleggja og stýra umræðum . Mikilvægt er að kennarar undirbúi sig vel og greini hvað liggi að baki málefninu. 44 Ekki er mælt með því að nota rökræður sem leið til að skoða mál heldur sem lokaskref í margbreytilegri hug- myndavinnu nemenda, t.a.m. með hlutverkaleikjum, leikrænni útfærslu, hvatningu o.s.frv. 45 Kennarar þurfa að huga vel að því hvernig spurningar eru orðaðar, velja kveikjur og búa til áhugahvetjandi verkefni. 46 Auk þess að búa yfir tækni til að stýra heitum umræðum og meta hvenær gera skuli hlé á umræðum. 47 ■ Í sumum útgefnum fræðiritum er lagt til að notað sé sérstakt form til að halda utan um umræður. Hess (2009) hefur til að mynda rannsakað kosti og galla þriggja slíkra forma: borgarafundir, málstofur og opnir málfundir. Crombie & Rowe (2009) mæla með því að nemendur séu þjálfaðir í umræðum og rökræðum frá byrjun, ekki sé hægt að búast við því að þeir geti tekið þátt í umræðum um mjög umdeild mál fyrr en þeir hafa fengið þjálfun í grundvallaraðferðum með auðveldari málefnum. 48 (j) Hæfni til að beita sérstökum og sérhæfðum aðferðum við kennsluna. ■ Auk algengra aðferða og kennsluhátta sem kennarar geta stuðst við þegar þeir taka til umfjöllunar málefni sem eru umdeild og viðkvæm eru einnig til nokkrar sérhæfðari leiðir. Þessar leiðir er hægt að nota í tengslum við sérstök vandamál , til dæmis málefni sem eru mjög tilfinningaþrungin, mjög skiptar skoð- anir eru um, fela í sér mikla fordóma, samkomulag er óhugsandi, eða enginn áhugi er á þeim. Stradling (1984) bendir á fjórar slíkar leiðir: 49 X X Að skapa ákveðna fjarlægð – að finna hliðstæður og samsvörun, landfræðilega, sögulega og ímyndaða, þegar umræðuefnið er mjög viðkvæmt í bekknum, skólanum eða skólasamfélaginu. X X Að koma með nýjar upplýsingar – að koma með nýjar upplýsingar, hugmyndir eða rök þegar nemendur láta í ljós mjög ákveðnar skoðanir sem byggja á vanþekkingu, minnihlutanum er ógnað af meirihlutanum eða þegar samkomulag er óhugsandi. X X Að sýna samkennd – að vera með verkefni sem hjálpa nemendum að setja sig í spor annarra. Sérstaklega þegar um er að ræða hópa sem eru óvinsælir meðal nemenda, málefnið er byggt á fordómum eða felur í sér mismunun gagnvart tilteknum hópi eða þegar málefnið er fjarri raunveruleika nemenda. X X Að rannsaka – að vera með spurningar eða lausnamiðuð verkefni þegar málefnið er ekki mjög vel skilgreint eða sérstaklega flókið. ■ Tvær nýlegar leiðir til viðbótar: X X Að tala um mál á almennum nótum en ekki persónulegum (de-personalising) – að nefna þjóðfélög frekar en einstaklinga þegar málefni er kynnt. Segja til dæmis við , okkar , einhver eða samfélag í staðinn fyrir þið og ykkar , þegar talað er við nemendur, sérstaklega þegar einhver þeirra eða allir tengjast málefninu persónulega og eru því sérstaklega viðkvæmir þegar rætt er um það. 50 X X Að virkja – að tala um tengd eða önnur áhugavekjandi efni og verkefni þegar nemendur eru sinnulausir, hafa engar skoðanir eða sýna engar tilfinningar. 51 42. Stradling (1984) pp115-116 43. e.g., Crick Report (1998) 44. Claire & Holden (2007) 45. Stradling (1984) 46. Huddleston & Rowe (2015) 47. Crombie & Rowe (2009), p10 48. Crombie & Rowe (2009), p10 49. e.g., Fiehn (2005), ACT (2013) 50. e.g., CDVEC CURRICULUM DEVELOPMENT UNIT (2012) 51. Fiehn (2005)
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=