Viðkvæm álitamál og nemendur

Yfirlitskafli Bls. 19 (c) Meðvitund um samsetningu bekkja og skólaumhverfis. ■ Til að átta sig á hvaða málefni eru líkleg til að vera viðkvæm eða umdeild og hvernig taka megi á þeim af tillitssemi er mikilvægt að kennari hafi þekkingu á mögulegri tengingu þeirra við nemendur, skólann og skólasamfélagið og jafnvel við opinbera stefnu. Rannsókn Hess (2009) á fjölbreytileika bekkja leiddi í ljós meiri breidd í skoðunum nemenda innbyrðis (intra-diversity) og þvert á námshópa (inter- diversity) en almennt var áður talið. ■ Þegar handbókin var í vinnslu kom fram að mikilvægt er að hvert land setji málefnin í samhengi þegar námskeið fyrir kennara eru skipulögð. Breskir kennarar sem tóku þátt í að nota handbókina í tilraunaskyni töldu mikla áskorun hvernig taka ætti á andstöðu og fjandskap sumra stjórnmálaflokka gagnvart innflytj- endum, sérstaklega í tengslum við æsifréttir í fjölmiðlum. Spænskir kennarar nefndu mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks eftir efnahagskreppuna. Hjá albönskum kennurum var áherslan á skattaundanskot og hjá kennurum frá Kýpur og Írlandi fólust áskoranirnar í því hvernig ræða ætti andstæðar skoðanir á kyn- og heilbrigðisfræðslu. (d) Hæfni til að beita ólíkum kennsluaðferðum. ■ Hæfnin til að geta beitt ólíkum aðferðum í kennslu og vita hvenær og hvernig eigi að nota þær er talin gríðarlega mikilvæg, bæði til að draga úr hættu á hlutdrægni og til að opna augu nemenda fyrir nýjum hugmyndum og gildum. Kennarar þurfa að þekkja hvaða aðferðir henta, kosti þeirra og galla og við hvaða aðstæður er best að beita þeim. Strading og félagar (1984) leggja til fjórar aðferðir, það er að vera hlutlaus stjórnandi, að gæta jafnræðis, að andmæla ríkjandi sjónarmiði og að opinbera skoðun sína. Tvær aðrar aðferðir hafa verið nefndar nýlega: bandamaðurinn og að halda sig við opinberu skoðunin. Þá hefur einnig verið stungið upp á að það geti verið gagnlegt fyrir kennara að greina nemendum frá því hvaða aðferð hann noti og rökin fyrir því. 31 (e) Sköpun jákvæðs bekkjaranda og stuðningur við lýðræðislega skólamenningu. ■ Þegar fjallað er um bekkjaranda og skólabrag í fræðigreinum er ítrekað minnst á það sem hefur verið kallað lýðræðisleg skólamenning. Þar er andrúmsloft opið og án dómhörku, 32 heiðarleiki og traust einkennir samskipti á milli starfsfólks og nemenda 33 og nemendur tjá óttalaust skoðanir sem eru gagn- stæðar þeim sem kennarinn eða jafnaldrar þeirra hafa. 34 Lykilatriði til að skapa þannig andrúmsloft er að búa til siðareglur eða bekkjarreglur um það hvernig nemendur taka á ágreiningi eða ósamkomulagi um málefni, oft fengnar með samkomulagi um grundvallarreglur í umræðum. 35 Bestur árangur næst ef nemendur taka þátt í að búa reglurnar til, þær eru öllum sýnilegar og að litið sé svo á að þær séu í þróunarferli og ávallt til endurskoðunar. 36 (f) Kynning á skipulagi og áætlunum fyrir nemendur. ■ Auk þess að skapa rétt andrúmsloft er einnig mælt með því að nemendum séu kynntar reglur í lýð- ræðislegri umræðu og til hvaða greinandi aðferða megi grípa þegar þeir standa frammi fyrir umdeildu málefni. Í því felst að kynna hugtakið lýðræði fyrir nemendum og þá staðreynd að ólíkir einstaklingar og hópar geta verið í grundvallaratriðum ósammála um hvernig samfélagi þeir vilja búa í. 37 Fá þarf nemendum í hendur hugtök sem geta hjálpað þeim að greina opinberan ágreining. 38 Hjálpa þeim að átta sig á mikil- vægi þess að vera umburðarlyndir og hafa vilja til að leysa deilur með samræðu og rökræðu (og að lokum atkvæðagreiðslu) en ekki ofbeldi. 39 Einnig að kenna þeim leiðir til að taka þátt í umræðum. 40 ■ (g) Hlutverk „sérfræðingsins“ og mikilvægi þess að þykjast ekki vita allt ummálið. ■ Vegna þess hve eðli margra viðkvæmra álitamála er flókið, forðast margir kennarar að vera „sá sem allt veit“ (taka að sér hlutverk sérfræðingsins) og nota til þess spurningar og lausnamiðað nám (í stað beinnar kennslu). 41 Hlutverki kennarans svipar þá meira til þess að vera leiðbeinandi sem hvetur nem- endur til að spyrja og tala saman og heldur utan um samskiptin þegar þeir spyrja hver annan spurninga. Kennarinn útvegar nemendum efni til að fjalla um í tengslum við málefnið og rök eftir því sem þarf. Clarke (2001) kynnir aðferðir í fjórum skrefum um hvernig taka megi viðkvæm álitamál fyrir. Hverju skrefi fylgir 31. Crombie & Rowe (2009), p9 32. Crombie & Rowe (2009), p8 33. ACT (2013) 34. Crick Report (1998), 10.9 35. e.g., ACT (2013) 36. e.g., Crombie & Rowe (2009) 37. Crombie & Rowe (2009) 38. Stradling (1984), p5 39. Crombie & Rowe (2009) 40. Hess (2009), p62 41. Stradling (1984), p4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=