Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 18 HVERNIG MÁ MÆTA ÞESSUM KREFJANDI ÁSKORUNUM? ■ Að flestra mati er ekki til neitt eitt einfalt svar við þeim áskorum sem fylgja því að fjalla um umdeild álitamál í skólum. Í því sambandi segir Stradling (1984): Það er einfaldlega ekki hægt að leggja fram skýrar, ákveðnar reglur um það hvernig fjalla skuli um viðkvæm álitamál í öllum hugsanlegum kringumstæðum. Kennari verður að hafa í huga þekkingu, gildismat og reynslu nemenda sinna, ríkjandi kennsluaðferðir í öðrum kennslustundum, bekkjar- andann … og aldur og getu nemenda. 30 ■ Ólíkar aðstæður í bekkjum kalla á ólíkar aðferðir og leiðir og það er engin trygging fyrir því að það sem virkar í sambandi við einn hóp nemenda eigi við um alla aðra nemendahópa. Kennarar þurfa öðru fremur að hafa tilfinningu fyrir samhengi og sveigjanleika í svörum sínu m og viðbrögðum. ■ Í fræðigreinum má finna nokkrar hagnýtar tillögur um hvernig þetta reynist í framkvæmd. Tillögurnar lúta að atriðum eins og: X X Sjálfsþekkingu og ígrundun kennara. X X Þekkingu á eðli viðkvæmra álitamála og hvaða áskoranir fylgja þeim. X X Meðvitund um samsetningu bekkja og skólaumhverfis. X X Hæfni til að geta beitt ólíkum kennsluaðferðum. X X Sköpun jákvæðs bekkjaranda og stuðningi við lýðræðislega skólamenningu. X X Kynningu á skipulagi og áætlunum fyrir nemendur. X X Hlutverki „sérfræðingsins“ og mikilvægi þess að þykjast ekki vita allt um málið. X X Þjálfun nemenda í að koma auga á hlutdrægni. X X Hæfni til að skipuleggja og stýra umræðum á árangursríkan hátt. X X Hæfni til að beita sérstökum eða sérhæfðum aðferðum í kennslunni. X X Samstarfi við aðra kennara og hagsmunaaðila. Hér verður farið nánar í hvern lið fyrir sig. (a) Sjálfsþekking og ígrundun kennara. ■ Kennarar ættu að vera meðvitaðir og næmir á það á hvernig eigin reynsla af tilteknu málefni getur haft áhrif á umfjöllun þeirra í skólastofunni. Þáttur ígrundunar kennara um eigin skoðanir og gildismat og hvernig það hefur áhrif á það hvernig þeir nálgast efnið og samspilið við nemendur bæði einstaklings- lega og í hóp er talið ráða úrslitum þegar viðkvæm álitamál eru tekin til kennslu. Mikilvægur liður í þessu ferli er að hafa ákveðið jafnvægi á milli þess persónulega og hins opinbera . Þó að kennarar vilji ekki deila öllu með nemendum geta komið þau tilvik þar sem kennarar kjósa að deila persónulegri reynslu sinni með þeim. Það getur víkkað sjónarhorn nemenda, aukið skilning þeirra og gefið þeim enn frekari rök fyrir því sem verið er að ræða. Kennari sem orðið hefur fyrir neteinelti gæti til að mynda ákveðið að segja frá þeirri reynslu sinni svo að nemendur skilji betur áhrifin og afleiðingarnar án þess að hann fari nákvæmlega út í viðkvæm atriði eineltisins. (b) Meðvitund um eðli viðkvæmra álitamála og hvaða áskoranir fylgja þeim. ■ Skilningur á því hvað gerir málefni umdeild, á þeim áskorunum sem fylgja því að fjalla um þau og að hafa raunhæfar væntingar um hvaða árangurs megi vænta eru talin mjög mikilvæg fyrir kennara. Þegar kennarar undirbúa sig er gott að hafa leiðbeiningar og verkefni í tengslum við efnið til að hjálpa til við að mynda almenna skoðun á eðli viðkvæmra álitamála. Einnig að gera sér grein fyrir kosti þess að hafa þau í skólanámskránni en vera jafnframt á varðbergi gagnvart mögulegri áhættu sem fylgir umfjölluninni. Þegar handbókin var í vinnslu og prófuð með fulltrúum nokkurra þjóða kom annars vegar skýrt fram hvaða málefni eru umdeild þvert yfir Evrópu og hver eru hins vegar umdeild í eftir löndum. Til dæmis voru kynjajafnrétti, heilbrigðis- og kynfræðsla og kynþáttafordómar talin umdeild í flestum þátttökulöndunum. Málefni sem tengjast spillingu í opinberri stjórnsýslu voru talin sérstaklega umdeild í Albaníu. Málefni tengd innflytjendastefnu Evrópusambandsins voru umdeild í Bretlandi og í Írlandi var það mikið hitamál hvort fólk ætti að greiða fyrir vatn eftir notkun. 30. Stradling (1984), p11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=