Viðkvæm álitamál og nemendur

Yfirlitskafli Bls. 17 (c) Sköpun bekkjaranda og bekkjarstjórnun ■ Þriðja áskorunin þegar umdeild álitamál eru rædd í skólum tengist bekkjaranda og bekkjarstjórn af því að margir óttast að umræðan fari úr böndunum . Málefni sem vekja sterkar tilfinningar geta auðveld- lega sundrað bekkjum og skapað fjandskap á milli nemenda, ógnað bekkjaranda og aga. Ágreiningur á milli nemenda getur stigmagnast og farið úr böndunum og þannig dregið úr valdi og áhrifum kennara en einnig haft neikvæð áhrif á áframhaldandi samskipti nemenda og kennara. Þá er líka hætta á að fag- mennska kennara bíði hnekki. Sem dæmi má nefna að ef kennari missir stjórn á umræðunni þá er líklegt að það dragi úr trausti bekkjarins á kennaranum og gæti leitt til kvartana frá nemendum, foreldrum eða fulltrúum í skólaráði. Skólayfirvöld yrðu að skoða málið og kennaranum jafnvel veitt áminning eða hann látinn hætta. ■ Að hafa góða stjórnun á bekk og halda góðum bekkjaranda reynist kennaranemum og nýliðum í starfi oft erfitt. Þess vegna er í kennsluleiðbeiningum fyrir viðkvæm álitamál lögð áhersla á nauðsyn þess að hafa áætlun um það hvernig draga megi úr átökum í skólastofunni og hindra að hitni í kolunum þegar slík mál eru rædd og að umræðan haldi áfram fyrir utan skólastofuna. 25 ■ Vandinn við bekkjarstjórnun virðist mest aðkallandi þegar skipuleggja á umræður með nemendum. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem eitt erfiðasta verkefni kennara er að stjórna umræðum. Það krefst mikillar hæfni, vandaðs undirbúnings og stöðugrar ígrundunar og hæfileika til að hugsa hratt og bregðast fljótt við. 26 ■ Þó að algengara sé að kennarar óttist að umræðan fari úr böndunum er einnig nauðsynlegt að hafa í huga hvað gera skuli þegar ekki er hægt að fá nemendur til að taka þátt í umræðunni. Stradling (1984) segir að jafnvel þó að um sé að ræða álitamál sem kljúfa þjóðir geti kennarar mætt algjöru áhugaleysi af hálfu nemenda. Þetta getur verið sérstaklega erfitt þegar ræða á deilur sem varað hafa lengi og ólíkar skoðanir og afstaða eru vel þekktar og ræddar í þaula þannig að þær vekja hvorki áhuga hjá nemendum né kennara. Það getur líka vafist fyrir kennurum hvernig mæta eigi algjörri samstöðu meðal nemenda. 27 (d) Skortur á sérfræðiþekkingu ■ Mörg þessara viðkvæmu álitamála eru afar flókin og því erfitt að taka þau til umfjöllunar í skólum. Til að ræða þau þarf kennari að hafa þekkingu á efni sem ekki endilega tengist neinu öðru námsefni. Bent hefur verið á það gæti jafnvel þurft einhverja þekkingu í hagfræðilegum, félagslegum, stjórnmála- legum, sagnfræðilegum og sálfræðilegum þáttum til að ræða sum álitamál. 28 Þetta er ekki síst krefjandi í sambandi við nýlega upp sprottin álitamál. Þau geta verið síbreytileg og því erfitt fyrir kennara að ná almennilega utan um þau, fylgjast með stöðu mála hverju sinni eða spá fyrir um hugsanlega niðurstöðu. Þau eru svo samtímaleg, segir Stradling (1984) að það er erfitt að nálgast kennsluefni sem fjallar um þau á fullnægjandi hátt eða er nægilega hlutlaust. Heimildirnar sem kennarinn hefur úr að moða eru mjög líklega hlutdrægar, ófullnægjandi og mótsagnakenndar. Þetta er sérlega vandasamt þegar fyrir liggur gríðarlegur fjöldi fjölmiðla og samfélagsmiðla sem í rauntíma greina frá og leggja mat á málefnin. 29 ■ Clarke (2001) bendir á að þetta dragi úr kjarki kennara til að fjalla um flókin álitamál auk þess sem málefnið sé þeim framandi. Sem dæmi tekur hann þegar ný mannréttindamál koma skyndilega upp í fjarlægum hluta heimsins. Þá getur verið erfitt fyrir borgarkennara sem kennir í dreifbýlisskóla að ná utan um flókna landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins eða fyrir kennara í einsleitum skóla í fámennu bæjarfélagi að fjalla um málefni öfga-islamista. Þetta getur reynst vandræðalegt fyrir kennara sem eru vanir því að vera í hlutverki sérfræðingsins (hins alvitra) og að nemendur líti upp til þeirra vegna þekk- ingar þeirra og sérfræðikunnáttu. (e) Að svara skyndilegum spurningum og ófyrirséðum athugasemdum. ■ Hvernig best er að svara ófyrirséðum og skyndilegum athugasemdum frá nemendum um viðkvæm álitamál eða spurningum þeirra er ein stærsta áskorun kennara og getur reynst þeim mjög vandasamt, samkvæmt rannsóknum Philpott o.fl . (2013). Nemendur hafa stöðugt aðgengi að netinu og samfélags- miðlum og því ómögulegt að spá fyrir um hvaða málefni þeir muni koma með næst. Ekki heldur hvenær það gerist eða hvaða áhrif það hafi á aðra nemendur eða andrúmsloftið í bekknum og skólanum. 25. e.g., CDVEC CURRICULUM DEVELOPMENT UNIT (2012) 26. Huddleston & Rowe (2015) 27. Stradling (1984), p11 28. Stradling (1984), p3 29. Stradling (1984), p4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=