Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 16 þá getur verið erfitt að halda sig við hana sérstaklega þegar fram koma skoðanir sem byggja á vanþekkingu og styrkja ríkjandi fordóma. Að auki telja ýmsir að þessi nálgun geti dregið úr trúverðugleika kennarans gagnvart bekknum. X X Að gæta jafnræðis (Balanced approach). Hér er gert ráð fyrir því að kennarinn kynni fyrir nemendum allar hliðar viðkomandi álitamáls á eins sannfærandi hátt og mögulegt er. Þó að þessi nálgun hafi þann kost að sýna fram á að til eru fleiri en ein hlið á hverju máli og kynna ólíkar hugmyndir og rök fyrir nemendum þá getur hún einnig gefið til kynna að allar skoðanir séu jafngildar og rökréttar. Jafnvel öfgafullar skoðanir sem einungis viðhalda fyrirliggjandi fordómum. X X Að andmæla ríkjandi sjónarmiði (Devil´s advocate approach). Þessi nálgun kallar á að kennarinn taki meðvitað afstöðu með öðru sjónarmiði en nemendurnir gera. Þó að þessi aðferð feli í sér þann kost að tryggja að sem flestar skoðanir komi fram og skuli teknar alvarlega þá gætu nemendur haldið að þetta séu persónulegar skoðanir kennarans og auk þess viðhaldið ríkjandi fordómum. X X Að opinbera skoðun sína (Stated commitment approach). Samkvæmt þessari nálgun á kennarinn að láta skoðun sína í ljós á einhverjum tímapunkti. Þó að þetta hjálpi nemendum að vera meðvitaðir um og gera ráð fyrir fordómum kennarans og hlutdrægni og sé þeim fyrirmynd um það hvernig svara megi spurningum um viðkvæm álitamál þá getur þetta líka valdið því að þeir fallist á skoðanir kennarans, af því að hann er kennarinn þeirra. X X Að taka sér stöðu bandamanns (Ally approach). Þessi nálgun krefst þess af kennaranum að hann taki afstöðu með nemanda eða hópi nemenda. Þetta getur verið gagnlegt fyrir nemendur sem ekki eru með sterka stöðu og ljáð hunsuðum hópi rödd og getur kennt honum hvernig færa megi rök fyrir máli sínu. En hafa ber í huga að þetta getur einnig litið þannig út að kennararnir séu einfaldlega að nýta tækifærið til að koma sínum eigin skoðunum á framfæri eða séu að taka suma nemendur fram yfir aðra. X X Að halda sig við hina opinberu skoðun (Stated commitment approach). Hér er gert ráð fyrir því að kennarinn dragi fram þá hlið sem stjórnvöld boða. Þó að þetta geti gefið kennaranum opinbert umboð og verndað hann fyrir gagnásökunum af hendi hins opinbera þá má vera að kennaranum finnist hann bundinn við málamiðlanir einkum ef hann hefur aðra skoðun. Nemendum gæti auk þess fundist að sjónarmið þeirra skipti ekki máli af því að það er bara ein opinber skoðun sem gildir. (b) Vernd berskjaldaðra barna og mikilvægi þess að þau fái að njóta bernsku sinnar ■ Umfjöllun um viðkvæm álitamál getur haft neikvæð áhrif á líðan nemenda eða sjálfsvirðingu þeirra og sjálfsmynd . ■ Því hefur verið haldið fram að með því að veita nemendum frelsi til að segja það sem þeir vilja um tiltekið málefni séu kennarar að samþykkja tjáningu alls konar öfgafullra skoðana og viðhorfa. Nemendum gæti fundist þeim misboðið, þeir hundsaðir og upplifað umræðuna sem áreiti. Þá er hætta á ósætti og klofningi innan skólastofunnar eða utan hennar. 23 ■ Samkvæmt rannsókn Philpott o.fl . (2013) hafa kennara miklar áhyggjur af því að nemendur verði neikvæðir gagnvart jafnöldrum sínum þegar rætt er um viðkvæm álitamál. Kennarar í rannsókninni héldu því fram að nemendur yrðu oft viðkvæmir og fyndist ráðist á þá þegar þeir fengju athugasemdir frá bekkjarfélögum sem virka persónulega móðgandi. Þetta átti einkum við þegar rætt var um málefni tengd trú og fjölmenningu. ■ Nemendur upplifa einnig að þeir sitji undir árásum frá kennurum , annað hvort vegna þess að þeim finnst viðfangsefnið sýna þá í neikvæðu ljósi eða vegna þess að einlæg skoðun þeirra sé talin óvið- eigandi eða pólitískt röng. Philpott o.fl . (2013) skráðu frásögn kennara af nemanda sem neitaði að taka þátt í umræðu um islam vegna þess að honum fannst kennarinn vera á móti trú hans. Þetta er síaukin áskorun í mörgum Evrópulöndum þar sem samfélög og skólar, einkum í stórum borgum, eru fjölmenn- ingarlegir og nemendur af mörgum trúfélögum. ■ Hættan í þessum aðstæðum er að nemendur stundi sjálfsritskoðun eða dragi sig jafnvel algjör- lega út úr náminu vegna hótana, eineltis eða af ótta við að vera brennimerktir sem einstaklingar með „ranga“ skoðun eða einfaldlega útskúfað af jafningjum. 24 23. Crombie & Rowe (2009) 24. Crombie & Rowe (2009)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=