Viðkvæm álitamál og nemendur
Yfirlitskafli Bls. 15 (b) Rök sem lúta að ferlinu ■ Með þessu er átt við að mikilvægara sé að leggja áherslu á æskileg hæfniviðmið eða almenn viðhorf og hegðun fremur en inntak álitamálanna. Til dæmis: X X Námsefnistengd hæfniviðmið – t.d. að geta gert sér grein fyrir því að ekki þurfi að óttast það sem er umdeilt heldur sé það hluti af því að búa við lýðræði. Að öðlast hæfni til að taka þátt í umræðu um mál sem ekki eru allir sammála um á vingjarnlegan og árangursríkan hátt, aðferðir til að taka þátt í slíkum samræðum og að átta sig á að skoðun manns skiptir máli eins og allra annarra í lýðræðissamfélögum. 9 X X Þverfagleg hæfniviðmið – t.d. tungumála- og samskiptahæfni, sjálfstraust, samskiptahæfni, 11 , hæfni í flóknari samræðu og hugsun, 10 meðferð upplýsinga, rökstuðningur, rannsóknir, skapandi hugsun og hæfni til að draga ályktanir. 12 X X Ábyrg samfélagsþátttaka – aukinn áhugi á stjórnmálum 13 , lýðræðislegt gildismat, aukin þátttaka í stjórnmálum 14 , aukin þekking á merkingu þess að vera borgari, aukinn áhugi á að ræða opinber málefni utan skólans, auknar líkur á að ungt fólk muni kjósa og bjóða sig fram þegar þar að kemur. 15 HVERJAR ERU ÁSKORANIRNAR? ■ Þeim áskorum sem felast í því að kenna viðkvæm álitamál má skipta í fimm (víða) flokka: X X a) Kennsluhætti. X X b) Vernd berskjaldaðra barna og að þau fái að njóta bernsku sinnar. X X c) Sköpun bekkjaranda og bekkjarstjórnun. X X d) Sérfræðiþekking. X X e) Svör við skyndilegum og óundirbúnum spurningum og ófyrirséðum athugasemdum. (a) Kennsluhættir ■ Að fræða börn um umdeild álitamál er ólíkt því að fjalla um það sem þegar er talin óumdeild þekking. Það er erfitt að hlutlaus þegar fjallað er um viðkvæm álitamál og nálgast þau úr fræðimannslegri fjarlægð eins og á kannski við með annað námsefni. Kennslan og námsferlið geta varla verið algjörlega hlutlaus heldur má gera ráð fyrir því að umfjöllunin mótist af viðhorfum og skoðunum kennara og nemenda. 16 ■ Þess vegna er hættan á hlutdrægni ein stærsta áskorunin sem fylgir því að taka viðkvæm álitamál til kennslu 17 (Crick Report (1998), PSHE Association (2013), Oxfam (2006)) en einnig óttinn við að verða ásakaður um hlutdrægni. Þessi ótti er talinn ýktur vegna krafna um áreiðanleika í skólastarfinu. 18 Hess (2009) bendir á að slíkur ótti geti þó átt við rök að styðjast. Hún vitnar til dæmis í kennara í New York sem hafa verið áminntir og í sumum tilfellum reknir fyrir að telja hryðjuverkin 9. september álitamál 19 . Nýlegri dæmi eru frá breska eftirlitskerfinu Ofsted sem hefur gert nokkra skóla ábyrga fyrir að tryggja ekki að nemendur geti nálgast vefsíður öfgasinnaðra múslima eða hindra þá í að deila þeim upplýsingum með öðrum nemendum á netinu. Ofsted hefur lækkað mat sitt á sumum þessara skóla úr framúrskarandi í ófullnægjandi vegna þess að skólarnir hafi ekki hugað nægilega að öryggi nemenda. 20 ■ Talsvert er fjallað um það í fræðiritum hvernig kennsluhættir geti dregið úr hættunni á hlutdrægni kennara þegar þeir fjalla um viðkvæm álitamál eða að þeir verði ásakaðir um það. Miklu máli skiptir hvernig kennarar fara með eigin reynslu og skoðanir og þá sérstaklega hvort og hvernig þeir kjósa að deila henni með nemendum. Á sama hátt skiptir máli hvernig kennarar takast á við reynslu og skoðanir nemenda, sérstaklega ef nemendur eða fjölskyldur þeirra tengjast á beinan eða óbeinan hátt því viðkvæma álitamáli sem er til umfjöllunar hverju sinni. ■ Stradling (1984) tilgreindi fjórar kennsluaðferðir í þessu samhengi 21 sem hann hefur síðan birt aftur með ýmsum tilbrigðum, þar sem fleiri kennsluaðferðum er þá oft bætt við 22 : X X Að vera hlutlaus fundarstjóri ( Neutral chairperson approach). Samkvæmt þessari afstöðu ætti kennari ekki að láta neinar skoðanir eða hollustu við tiltekið málefni í ljós heldur einungis að stýra umræðunni. Þó að þessi nálgun dragi úr hættu á óþarfa eða óréttmætum áhrifum frá kennaranum 9 Hess (2009), p162 10 Claire & Holden (2007)) 11. Wegerif (2003) 12. Lambert & Balderstone (2010), p142 13. Soley (1996) 14. Hess (2009), p31 15. Civic Mission of Schools Report, quoted in Hess (2009) p28 16. Stradling (1984) 17. e.g., Crick Report (1998), PSHE Association (2013), Oxfam (2006) 18. Clarke (2001) 19. Hess (2009), p25 20. See for example article in The Guardian newspaper 20 November 2014 at: https://www.theguardian.com/educa- tion/2014/nov/20/church-england-school-john-cass-ofsted- downgraded-extremism 21. Stradling (1984) pp112-113 22. e.g., Crick Report (1998), Fiehn (2005)
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=