Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 14 spennu á milli hópa í ólíkum löndum Evrópu. Dæmi um mjög nýleg álitamál eru vaxandi áhyggjur af trúaröfgum, ofbeldi, innrætingu og radíkaliseringu ungs fólks í Evrópu en einnig uppgangur eineltis á netinu eða netárása (þjófnaðar). Hvort tveggja getur kallað á svipaðar áskoranir hjá kennurum en með ólíkum áherslum. Varðandi langvarandi álitamál er áskorunin einkum sú hvernig hægt er að koma fram með ný sjónarhorn en á sama tíma að forðast enn frekari einangrun tiltekinna hópa eða einstaklinga. Varðandi mjög nýleg álitamál getur verið sérstaklega krefjandi að finna svör við óundirbúinni og sjálfs- prottinni umræðu hjá nemendum eða finna áreiðanlegar upplýsingar um málefnið og velja hvaða afstöðu kennarinn eigi að taka. ■ Viðhorf breytast og kringumstæður eru ólíkar, það sem telst umdeilt á einum tímapunkti virðist skaðlaust á öðrum tíma, og það sem er umdeilt á einum stað er það ekki á öðrum. Til dæmis er opinber heilbrigðisþjónusta mjög umdeilt mál í Bandaríkjunum en varla í nokkru Evrópuríki. 2 Á sama hátt getur verið að það sé ólíkt á milli skóla eða jafnvel einstakra bekkja hvað teljist viðkvæm álitamál. 3 ■ Þetta eru kannski ástæðurnar fyrir því að næstum engar tilraunir hafa verið gerðar til að flokka viðkvæm álitamál eftir því hvers eðlis þau eru. Undantekning frá því er Stradling (1984) sem flokkar við- kvæm álitamál út frá:: X X Hvað hefur gerst. X X Ástæðum fyrir núverandi stöðu. X X Æskilegri lausn sem vinna má að. X X Viðeigandi aðgerðum sem grípa má til. X X Líklegum afleiðingum aðgerðanna. 4 ■ Stradling (1984) gerir auk þess greinarmun á milli yfirborðskenndra álitamála og þeirra sem eiga sér dýpri rætur . Varðandi þau sem falla undir fyrri skilgreiningu Stradlings þá á að öllu jöfnu að vera hægt að leita lausna með því að vísa til röksemda. Um þau sem falla undir seinni skilgreininguna er ágreiningur byggður á grundvallarskoðunum eða gildismati og þau eru mun erfiðari viðfangs. 5 HVERS VEGNA Á AÐ FJALLA UM VIÐKVÆM ÁLITAMÁL Í SKÓLUM? ■ Stradling (1984) skiptir rökum fyrir því að taka viðkvæm álitamál fyrir í skólastarfi í tvennt eftir því hvort þau lúta að niðurstöðu eða ferli. (a) Rök sem lúta að mikilvægi niðurstöðu ■ Þegar röksemdafærslan snýst um útkomuna eru málefnin talin mikilvæg í sjálfu sér, annað hvort vegna þess að þau vísa til félagslegra, stjórnmálalegra, efnahagslegra eða siðferðilegra vandamála okkar tíma eða vegna þess að þau hafa beina skírskotun til nemendanna sjálfra. 6 Þetta er meginástæða þess að skólar eiga að fjalla um viðkvæm álitamál skv. Crick Report (1988) í Bretlandi: „… viðkvæm álitamál eru mikilvæg í sjálfu sér og að láta hjá líða að fræða um þau og ræða er eins og skilja eftir stórt gat í menntun ungs fólks.“ 7 ■ Önnur rök eru að ekki aðeins sé mikilvægt að fjalla um umdeild álitamál í skólum vegna þess að það sé gagnlegt í sjálfu sér, heldur einnig til þess vega upp á móti einhliða og misvísandi fjölmiðlaumfjöllun. Þannig orða Scaratt og Davison (2012) þetta: „Börn eru í síauknum mæli óvarin fyrir því hvernig fjallað er um viðkvæm álitamál í fjölmiðlum. Þess vegna þarf að ræða um þau við börnin og svipta af þeim hulunni.“ 8 ■ Gríðarlegt magn upplýsinga á netinu og aukið aðgengi nemenda að þeim frá unga aldri bendir til þess að þessi skoðun Scaratt og Dvison (2012) eigi enn betur við í dag en þegar hún var sett fram árið 2007. 2 Hess (2009) 3 Stradling (1984) 4. Stradling (1984), pp2-3 5. Stradling (1984), p2 6. Stradling (1984), p3 7. Crick Report (1998), 10.4 8. Scarratt and Davison (2012) , p38
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=