Viðkvæm álitamál og nemendur
Yfirlitskafli Bls. 13 ■ Í næsta hluta kaflans er ýmsum hliðum á þessum spurningum velt upp, eins og þær birtast í sífellt fleiri fræðiritum. Til dæmis: X X Hvað gerir málefni umdeilt eða áleitið. X X Rök fyrir því að fjalla um viðkvæm álitamál í skólum. X X Áskoranir sem fylgja því að setja viðkvæm álitamál á dagskrá í skólum. X X Hvernig mæta beri þeim áskorunum. X X Framboð og gæði endurmenntunar. YFIRLIT YFIR FRÆÐILEGT EFNI Ú rval kennsluefnis í lýðræðis- og mannréttindum hefur aukist jafnt og þétt undanfarna þrjá til fjóra áratugi með sérstakri áherslu á þann vanda sem mætir kennurum þegar þeir fjalla um viðkvæm álitamál. Þar á meðal er höfundarit og ritstýrðar útgáfur (t.d. Berg o.fl ., 2003; Claire & Holden, 2007; Coean & Maitles, 2012; Hess, 2009; Stradling, 1984) og greinar í tímaritum (t.d. Ashton & Watson, 1998; Clarke, 1992; Dearden, 1981; Kelly, 1986; Soley, 1996; Wilkins, 2003) ásamt leiðbeiningum og efni fyrir kennara á netinu (t.d. Huddleston and Kerr, 2006; CitizED, 2004; Citizenship Foundation, 2004; Clarke, 2001; CDVEC, 2012; Fienh, 2005; LSN, 2006; Oxfam, 2006; Richardson, engin dagsetning). ■ Þeir sem standa að útgáfu þessara rita eru allir sammála um að umfjöllun um viðkvæm álitamál sé mikilvægur þáttur í því að búa ungt fólk undir þátttöku í samfélaginu. Ekki síst vegna þess að það hjálpar því að læra að taka þátt í lýðræðislegum samræðum við þá sem hafa aðra skoðun. Evrópuráðið hefur skil- greint hvaða hæfni kennari í lýðræðis- og mannréttindakennslu þarf að búa yfir til að þjálfa samræðuhæfni nemenda í tengslum við viðkvæm álitamál. ■ Þá hefur það einnig verið viðurkennt að hæfni kennara til að þróa greinandi og gagnrýna hugsun , þ.e.a.s. að meta heimildir og koma auga á hlutdrægni og að hvetja til þjálfunar í tungumálinu sé mikilvæg þegar fjallað er um viðkvæm álitamál. Það eru bein tengsl á milli góðrar umræðu um viðkvæm álitamál í skólum annars vegar og þjálfunar í notkun tungumálsins (skriflegrar, munnlegrar og hlustunar) hins vegar. Því meiri hæfni sem nemendur hafa í að beita tungumálinu þeim mun auðveldara er að fá þá til að finna og skilgreina heimildir af ólíkum uppruna, að nota upplýsingar til að byggja upp skýra og hnitmiðaða áherslupunkta og leggja þá fram af yfirvegun í samræðum við aðra. Því minni þjálfun og hæfni því líklegra er að nemendum finnist upplýsingarnar yfirþyrmandi og sveimi um í hafsjó skoðana sem getur leitt til þess að þeir grípi til óvæginnar orðræðu þegar þeir sjá að þeir eru að verða undir í rökræðum. HVAÐ ERU VIÐKVÆM ÁLITAMÁL? ■ Hugtakið „ viðkvæm álitamál “ er gjarnan notað á ólíkan hátt við mismunandi aðstæður. Hins vegar virðist þessi munur ekki hafa mikla þýðingu, hann virðist frekar gefa til kynna mismunandi útgáfur af almennri merkingu hugtaksins. ■ Sú skilgreining sem reynst hefur hvað gagnlegust í löndum Evrópu og sú sem þessi handbók byggir á er að viðkvæm álitamál megi skilgreina sem: Álitamál sem vekja sterkar tilfinningar og kljúfa samfélög. ■ Viðkvæmum álitamálum má lýsa á þann hátt að þau valdi deilum eða skapi vandamál sem eru bundin stað eða tíma. Þau vekja upp mjög sterkar tilfinningar (geðshræringu), með mótsagnakenndri röksemdafærslu og lausnum sem byggja á takmarkaðri skoðun eða hagsmunum sem ólíkir hópar berjast fyrir og geta klofið samfélög. Slík álitamál eru oft afar flókin og ómögulegt að sætta sjónarmið með því einfaldlega að benda á rök. ■ Það sem aðallega hefur þótt standa í veg fyrir umfjöllum um viðkvæm álitamál í skólum er einmitt hvað þau vekja sterkar tilfinningar . Margir benda á að skilgreining á viðkvæmum álitamálum sé pólitísk og veki þess vegna almennar grunsemdir, reiði eða áhyggjur meðal nemenda, foreldra, skólayfirvalda, trúarleiðtoga og annarra forystumanna í samfélaginu, stjórnvalda og jafnvel á meðal kennaranna sjálfra. 1 ■ Það getur verið gagnlegt að greina á milli tveggja tegunda viðkvæmra álitamála, langvarandi málefna annars vegar og nýrra hins vegar. Sem dæmi um þau fyrri má nefna trúarlega skiptingu eða 1 Stradling (1984) p2
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=