Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 12 NÁLGUN ■ Í yfirlitskaflanum er kynnt opin og samvinnumiðuð nálgun í kennslu og námi með sérstakri áherslu á ígrundun og meðvitaðar aðgerðir . Kennarar eru hvattir til að ígrunda hvernig skoðanir þeirra og gildismat hafa áhrif á starfið og hvernig þeir fjalla um umdeild mál. ■ Einnig er lögð áherslu á að skapað sé öruggt umhverfi , griðastaður í skólastofunni og í skólanum, þar sem nemendur geta rætt og skipst á skoðunum um viðkvæm álitamál undir leiðsögn kennara. Slíkt umhverfi hjálpar nemendum að takast á við það sem er ólíkt, getur dregið úr spennu og stuðlað að friðsamlegum niðurstöðum. Í slíkum griðastað er hægt að ígrunda og hlusta á aðra. Þar er stutt við fjöl- menningarleg samskipti, minnihlutahópar fá rödd, umburðarlyndi og virðing ríkir og efni frá fjölmiðlum er skoðað með gagnrýnum augum. INNTAKIÐ R ökin fyrir því að skólar fjalli um viðkvæm álitamál má annars vegar sækja til þess að alvarleg ofbeldis- verk og félagsleg upplausn í nokkrum Evrópulöndum valda almenningi síauknum áhyggjum og hins vegar til nýrra hugmynda í kennslu lýðræðis og mannréttinda . ■ Í fyrsta lagi má nefna að uppþotin í London árið 2011, hatursglæpurinn í Noregi sama ár og Charlie Hebdo árásin í París 2015 hafa kallað á algjöra endurskoðun á hlutverki skólanna í því hvernig ýta skuli undir siðferðislega og borgaralega ábyrgð ungs fólks . ■ Í öðru lagi hefur stefnan í lýðræðis- og mannréttindakennslu færst frá því að treysta á námsbækur og hugmyndafræðilega þekkingu yfir í virkt þátttökunám og að fjallað sé um raunveruleg málefni líðandi stundar. Almennt er talið betra að læra hvernig taka á þátt í lýðræðislegu samfélagi, að bera virðingu fyrir mannréttindum og temja sér víðsýni með því að taka þátt frekar en safna saman þekkingu og stað- reyndum. Í námskrá í lýðræði og mannréttindum hefur því bæst við nýtt ófyrirséð og umdeilt kennsluefni. ■ Slík breyting á námskránni vekur upp alls kyns flóknar kennslufræðilegar spurningar fyrir kennara t.d.: X X Hvernig hægt sé að bregðast við óskum nemenda um að fá að vita hvað sé rétt eða satt . Hvort kennari eigi þá að taka afstöðu með tilteknu málefni án þess að honum finnist hann þurfa að gera málamiðlanir eða nemendur hafi á tilfinningunni að eitthvað annað búi undir. X X Hvernig vernda megi eða taka tillit til nemenda sem tengjast persónulega málefni því sem er til umfjöllunar svo að nemandinn fari ekki hjá sér, verði fórnarlamb eða útskúfaður eða verði fyrir áreitni og einelti. X X Hvernig draga megi úr spennu í skólastofunni og koma í veg fyrir að umræður fari úr böndunum. Hvernig hægt sé að halda bekkjarstjórninni á sama tíma og nemendum er gefið tækifæri til opinskátt um efnið. X X Hvernig hvetja megi nemendur til að hlusta á skoðanir annarra á þann hátt að þeir læri að virða annað fólk og meta skoðanir þess. X X Hvernig kennari geti fjallað um viðkvæm álitamál um leið og þau koma upp án þess að hafa nákvæmar upplýsingar eða þekkingu á reiðum höndum, eða áreiðanlegar heimildir og staðreyndir en finnist sér ekki stillt upp við vegg eða óttist að verða gagnrýndur og hlutleysi hans og geta dregin í efa. X X Hvernig svara megi óvæntum spurningum og ónærgætnum athugasemdum um viðkvæm álitamál þannig að kennarinn haldi virðingu sinni og nemendum sé ekki misboðið. ■ Að setja viðkvæm álitamál í skólanámskrána vekur einnig spurningar um stefnu skólans, til dæmis: X X Hvernig skólastjórnendur geti stutt við kennara þegar þeir taka viðkvæm álitamál til umfjöllunar. X X Hvernig stýra megi eða beina umræðunni út fyrir skólastofuna. X X Hvernig þróa megi og styrkja lýðræðislegan skólabrag . X X Hvernig svara beri áhyggjufullum foreldrum og öðrum í skólasamfélaginu eða í fjölmiðlum sem gera athugasemdir við umfjöllun skólans um viðkvæm álitamál.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=