Viðkvæm álitamál og nemendur
Yfirlitskafli Bls. 11 A. HLUTI YFIRLITSKAFLI RANNSÓKNIR Á ÁSKORUNUM OG ÞRÓUN HÆFNI INNGANGUR TILGANGUR G runnþáttur í lýðræðisþróun er að læra að taka þátt í samræðum við fólk sem hefur önnur gildi en maður sjálfur og að bera virðingu fyrir því. Það er líklegt til að vernda og styrkja lýðræðisamfélög þar sem mannréttindi eru virt. ■ Samt er það svo að ungt fólk í Evrópu fær sjaldan tækifæri í skólanum til að taka þátt í samræðum um viðkvæm álitamál vegna þess að það er talið of áhættusamt að fjalla um þau . Sem dæmi má nefna öfgahyggju, kynbundið ofbeldi, ofbeldi gegn börnum og kynvitund. Ef ungt fólk fær ekki að orða áhyggjur sínar, er ómeðvitað um líðan annarra og þarf að treysta á vini og samfélagsmiðla til að fá upplýsingar getur það orðið óöruggt og ráðvillt um sum þeirra stóru mála sem uppi eru í samfélaginu og evrópskar þjóðir glíma við um þessar mundir. Ef unga fólkið skortir leiðsögn og aðstoð frá skólanum hefur það líklega fáar eða engar leiðir til að ræða þessi málefni á uppbyggilegan hátt. ■ Í Yfirlitskaflanum eru helstu erfiðleikar við að fjalla um viðkvæm álitamál í evrópskum skólum skoð- aðir og kynntar aðferðir til að takast á við þá. Í kaflanum er lögð áhersla á hvernig auka megi sjálfstraust og hæfni kennara til að fjalla um viðkvæm álitamál. ■ Aðferðirnar eru settar upp í handbókinni sem röð tillagna til að búa kennara undir að fjalla um viðkvæm álitamál. Handbókin skiptist í Yfirlitskafla (A. hlutinn) og verkefni til undirbúnings kennara og til kennslu (B. hlutinn). Þessu er ætlað að vera aðgengilegt og henta um alla Evrópu og hefur þegar verið notað í tilraunaskyni með góðum árangri af kennurum og leiðbeinendum í nokkrum Evrópulöndum. UPPRUNI ■ Yfirlitskaflinn var unninn í tengslum við Aðgerðaáætlun um tilraunaverkefni um lýðræði og mann- réttindi í samstarfi við Evrópuráðið og Evrópusambandið. Kaflinn tekur mið af og stefnir að sama markmiði og sáttmáli Evrópuráðsins um lýðræðis- og mannréttindafræðslu og Stefnurammi Evrópusambandsins um samstarf á sviði menntunar og þjálfunar . Einnig var höfð hliðsjón af því sem ráðið hefur unnið í sambandi við fjölmenningar-, samfélags- og trúarbragðakennslu og friðsamlegar og lausnamiðaðar leiðir til að taka á ágreiningi. ■ Yfirlitskaflinn byggir þannig á gildum Evrópuráðsins varðandi lýðræði, mannréttindi og hlutverki laga í því sambandi, og hugmyndum um menntun sem vörn gegn andfélagslegum öflum eins og öfgahyggju og radíkaliseringu ungs fólks, útlendingahatri, ofbeldi, hatursumræðu, minnkandi trausti á stjórnmálamönnum og neikvæðum áhrifum niðurskurðar. ■ Handbókin hefur verið yfirfarin og forprófuð og er árangur vinnu fulltrúa frá mörgum Evrópulöndum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=