Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 10 HVERNIG ER HANDBÓKIN UPPBYGGÐ? H andbókin skiptist í tvo megin hluta: X X A – Yfirlitskafla X X B – Verkefni og æfingar ■ Í yfirlitskaflanum er farið yfir hvaða erfiðleikar og áskoranir geta komið upp þegar fjallað er um við- kvæm álitamál í skólum og tekin dæmi frá útgefnu efni frá fjölmörgum Evrópulöndum auk handbókarinnar. Bent er á leiðir til að takast á við þessa erfiðleika og áskoranir. Einnig er rætt um hvaða faglegu hæfni þurfi og hvernig þjálfa megi þessa hæfni með verkefnum. Verkefnin eru í B hlutanum ásamt ítarlegum leiðbeiningum. HVERNIG Á AÐ NOTA HANDBÓKINA? B est er að nota alla handbókina sem eina heild . A og B hlutar tengjast innbyrðis og styrkja hvor annan. Hins vegar er handbókin nægjanlega sveigjanleg til að hægt sé að nýta hana á fleiri vegu. ■ Í yfirlitskaflanum eru færð rök fyrir því hvers vegna taka skuli viðkvæm álitamál til umfjöllunar í skólum og útskýrt hvernig verkefnin eru valin. Þennan hluta má lesa á undan, á meðan og eftir að verk- efnin eru unnin eða allt í senn. ■ Verkefnin eru ætluð fyrir u.þ.b. tveggja daga námskeið í þeirri röð sem þau birtast í handbókinni, þó að auðveldlega megi skipta þeim upp í smærri hluta og dreifa á nokkra daga. Sum verkefnin má þó nota ein og sér ef þess er óskað. HVERNIG TENGIST HANDBÓKIN NÚVERANDI ÁHERSLUM OG NÁMSKRÁM? I nnihald, nálgun og sveigjanleiki handbókarinnar gerir það að verkum að hún fellur vel að gildandi nám- skrám og áherslum í skólastarfi. Hún styður við hlutverk menntunar með því að framfylgja grunngildum Evrópuráðsins í lýðræðis- og mannréttindakennslu og um menntun sem vörn gegn andfélagslegri hegðun s.s. öfgahyggju og radíkaliseringu ungmenna, útlendingahatri og mismunun, ofbeldi og haturs- orðræðu, aukinni vantrú á stjórnmál og stjórnmálamönnum og neikvæðum áhrifum efnahagsþrenginga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=