Viðkvæm álitamál og nemendur
Inngangsorð Bls. 9 HVERNIG VAR HANDBÓKIN UNNIN? ■ Handbókin var unnin í tengslum við Aðgerðaáætlun um tilraunaverkefni um lýðræði og mannrétt- indi (Human Rights and Democracy in Action´Pilot Projects Scheme), í samvinnu við Evrópuráðið og Evrópska efnahagsbandalagið. Innblástur handbókarinnar og markmið koma frá sáttmála Evrópuráðsins í lýðræðis- og mannréttindakennslu (The Council of Europe Charter on Education for Democratic Citizenship and Human Rights Education https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti- media/media/mrn-pdf/the-charter---islensk-thyding_a-vef.pdf ), Verkefni Evrópuráðsins um lýð- ræðis- og mannréttindamenntun (The Council of Europe Programme on Education for Democratic Citizenship and Human Rights Education https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti- media/media/ritogskyrslur/grunnthaettir_lydr_mannrett.pdf http://vefir.nams.is/litli_kompas/ , http:// vefir.nams.is/kompas/ . file:///C:/Users/r02gudni/Downloads/skyrsla_mannrettindafraedsla_08%20 (1).pdf ) og Stefnuramma Evrópusambandsins um samstarf á sviði menntunar og þjáflunar (The European Commission Strategic Framework for Cooperation in Education and Training). Einnig útgefið efni Evrópuráðsins í sögu, fjölmenningu og trúarbragðafræðslu auk friðsamlegra og lausnamið- aðra leiða til að taka á ágreiningi. ■ Handbókin hefur m.a. verið forprófuð og var unnin af fulltrúum mismunandi þjóða í Evrópu. Í henni eru teknar saman stefnur, verkefni og rannsóknarefni víðs vegar að úr Evrópu og víðar. HVERJUM ER HANDBÓKIN ÆTLUÐ? H andbókin er fyrst og fremst ætluð almennum bekkjarkennurum . Viðkvæm álitamál geta komið upp á öllum skólastigum, í öllum skólagerðum og í hvaða námsgrein sem er. Handbókin snertir því kennara á öllum skólastigum og í öllum námsgreinum , frá samfélagsfræði og lífsleikni til tungu- mála og náttúrufræði. Handbókin er sett þannig upp að nota megi hana í endurmenntun fyrir kennara og kennaramenntun undir leiðsögn. ■ Hún nýtist einnig skólastjórnendum og þeim sem stýra menntakerfinu . Viðkvæm álitamál verða ekki eingöngu rædd innan kennslustofunnar, heldur koma þau upp annars staðar í skólanum, á göngunum, í matsalnum, á skólalóðinni og kaffistofu starfsfólks. ■ Handbókin miðast ekki við ákveðið land heldur hentar í öllum löndum Evrópu . HVERS KONAR NÁLGUN? Í handbókinni er lýst kennslu- og námsaðferðum sem eru opnar og samvinnumiðaðar og með sérstaka áherslu á ígrundun og vandlega úthugsaðar aðferðir . Kennarar eru hvattir til að ígrunda hvernig skoðanir þeirra og gildismat hafa áhrif á það hvernig þeir nálgast og fjalla um viðkvæm álitamál í kennslu sinni. ■ Sú faglega hæfni sem handbókin byggist á á rætur sínar að rekja til grunngilda og markmiða Evrópuráðsins og fellur undir þrjá flokka: X X Persónuleg – ígrundun X X Fræðileg – skilningur á hlutverki samræðunnar í lýðræðisríkjum X X Hagnýt – kennsla og námsaðferðir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=