Verum virk
- Í hópstarfi í æskulýðsfélagi verður unglingur ítrekað fyrir áreiti og ekki er tekið tillit til hugmynda hans um hvað hópurinn taki sér fyrir hendur í starfinu. Fullorðinn stjórnandi starfsins reynir að benda á þetta. Sumir í hópnum segja að hugmyndir hans séu glataðar en aðrir hafa í raun ekkert um málið að segja. Að leik loknumeiga áhorfendur að koma með uppbyggilegar ábendingar um það sem vel var gert og það sem betur hefði mátt fara. 7. Að standa á máli sínu Lesið eftirfarandi ljóð eftir William Blake sem ber heitið A Poison Tree: A Poison Tree I was angry with my friend: And I water‘d it in fears, I told my wrath, my wrath did end. Night and morning with my tears; I was angry with my foe; And I sunned it with my smiles I told it not, my wrath did grow. And with soft deceitful wiles. Í fyrra erindinu má sjá tvær breytur (vinur – óvinur annars vegar og segja frá – segja ekki frá hins vegar). Þetta má setja upp í töflu þar sem hægt er að setja útkomu inn í tvo af fjórum reitum. Hver haldið þið að útkoman yrði fyrir hina reitina? Ræðið niðurstöðurnar ykkar á milli. Hvað getum við lært af þessu? 8. Félagsstörf og kynslóðabil Íhugið eftirfarandi tilvitnun sem höfð er eftir Sókratesi (470–399 f.Kr.) „Ungt fólk nú á dögum kann ekki mannasiði, það ber enga virðingu fyrir yfirvaldi eða sér eldra fólki. Það þrætir við foreldra sína, blaðrar framan í ókunnuga, ryður í sig góðgæti og sýnir kennurum sínum harðræði.“ Sambærilegar umsagnir hafa heyrst um ungt fólk í gegnum aldirnar allar götur síðan, þar sem eldri kynslóðir lýsa óánægju sinni með yngri kynslóðir. Vinnið saman í litlum hópi. Búið til fjögurra til fimm mínútna margmiðlunarefni sem fjallar um eitt af eftirfarandi: - Kynslóðabilið og ungt fólk nútímans - Félagsstörf, skiptir kynslóðabilið máli? - Ungt fólk nútímans og félagsstörf 82 Vinur Óvinur Segja frá Jákvæð útkoma Segja ekki frá Neikvæð útkoma
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=