Verum virk

3. Lausn ágreinings Vinnið saman í litlum hópi og búið til veggspjald sem lýsir því á nútíma­ legan hátt hvernig má vinna úr ágreiningi (umferðarljósa-myndlíkingin). 4. Að leita lausna Vinnið saman í fimm til sex manna hópi og skipið einn stjórnanda í verk­ efninu og annan ritara. Stjórnandi stýrir hugflæði hópsins um lausnir á eftirfarandi ágreiningsmáli. Ritari skrifar allar hugmyndirnar á stórt blað, sem allir í hópnum geta séð, um leið og þær koma. - Félagahópur hefur ákveðið að fara í ferðalag. Upp hefur komið ágrein­ ingur um hvort fara eigi helgarferð í sumarbústað að vori eða dagsferð á skíði um miðjan vetur. - Ef þið kjósið frekar megið þið leita lausna að öðru ágreiningsefni að eigin vali. 5. Að komast að samkomulagi Vinnið saman í þriggja til fjögurra manna hópi. Skoðið eftirfarandi ágreiningsmál, finnið eins margar lausnir á því og þið getið og leggið mat á hverja fyrir sig. Hagsmunaaðilar sem taka þarf tillit til við matið eru nemendur, foreldrar og skólastjórnendur. - Fyrir dyrum stendur árshátíð nemenda í skólanum. Nemendaráðið vill að hún fari fram í sal úti í bæ á föstudagskvöldi en skólastjórnendur vilja að hún fari fram í sal skólans í miðri viku. Hvaða lausn er best og hvers konar samkomulag væri hægt að gera um framkvæmd hennar? 6. Að leysa ágreining Vinnið saman í litlum hópi. Veljið eitt af eftirfarandi, skiptið með ykkur hlutverkum og leikið hvernig væri hægt að vinna úr því (hlutverkaleikur) fyrir framan hina hópana. - Kennari kvartar undan truflandi masi nemenda í kennslustundum en nemendur telja sig bara vera að ræða námsefnið og verkefnið sem lá fyrir að vinna. - Vinahópur ætlar að eyða kvöldstund saman. Einn í hópnum vill að farið sé í bíó, annar að farið sé í tölvuleik, sá þriðji að farið sé í keilu og sá fjórði vill frekar vera úti í fótbolta. - Yngri systkini vilja fá að vera inni í herbergi hjá unglingi þegar hann er með vini sína hjá sér. Foreldrarnir skilja ekki hvers vegna þetta fer í taugarnar á unglingnum. 81

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=