Verum virk
Meginatriði – yfirlit Þegar ágreiningur kemur upp í samskiptum þarf að byrja á því að átta sig á í hverju vandinn liggur. Í því felst einnig að átta sig á eigin tilfinn ingum og annarra sem hlut eiga að máli. Neikvæðar tilfinningar eru oft fyrsta vísbending um að vandi sé til staðar í samskiptum á milli manna. Til að átta sig á tilfinningum annarra lesum við í svipbrigði þeirra, líkamsburði og orð. Í ágreiningsmálum skilar hvorki árangri að vera of linur og undanláts samur eða of harður og yfirgangssamur. Best er að standa vörð um eigin hagsmuni og tjá skoðanir sínar á hreinskiptinn hátt án æsings. Við lausn á ágreiningsmálum má nota þriggja þrepa aðferð sem minnir á umferðarljós: 1) Stoppa á rauðu ljósi og skilgreina vandann. 2) Staldra við á gulu ljósi, íhuga og leita lausna. 3) Taka af stað á grænu ljósi og prófa bestu lausnina. Bestu lausnirnar fela í sér málamiðlun þar sem allir aðilar gefa eitthvað eftir. Hver og einn þarf því að gera sér grein fyrir hverju hann vill ná fram og hvað hann getur sætt sig við. Allar hugmyndir að lausnum þurfa að fá að koma fram. Síðan er farið skipulega yfir þær og hver og ein metin af öllum hlutaðeigandi. Þegar besta lausnin er fundin er henni fylgt eftir með samkomulagi um hver gerir hvað, hvað gerist ef einhver sinnir ekki sínu og hvaða tímamörk gilda. Gott er að slíkt samkomulag sé skriflegt til að koma í veg fyrir misskilning og gleymsku. 80 Verkefni með níunda kafla 1. Að átta sig á tilfinningum annarra Vinnið saman tvö og tvö og standið hvort á móti öðru. Annar leikur spegil sem hinn stendur fyrir framan. Sá á síðan að sýna svipbrigði og líkamsburði sem spegillinn hermir eftir. Skiptið um hlutverk eftir nokkra stund. Þegar þið hafið prófað bæði hlutverkin skuluð þið ræða ykkar á milli hversu auðvelt eða erfitt ykkur finnst að lesa í líðan annarra. Hvað reynist ykkur auðveldast að túlka og hvað er erfiðast? 2. Ágreiningur og sjálfsskoðun Lítið í eigin barm og íhugið þau skipti sem þið hafið lent í ágreiningi við aðra, stórum eða smáum. Hver hafa ykkar viðbrögð oftast verið? Eruð þið of lin, of hörð eða standið þið á ykkar?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=