Verum virk

Lausn ágreinings felur í sér mála­ miðlun – báðir aðilar gefa eftir Gott að lista upp allar hugmyndir að lausn ágreinings og velja svo úr þá bestu Þegar finna á lausnir á samskiptavanda skiptir máli að leita ólíkra lausna á vand­ anum og að meta af leiðingar allra lausna. Þá skiptir álit allra aðila máli og meta þarf kosti og galla lausnarinnar. Lausnir fela í sér málamiðlun. Báðir aðilar gefa eftir svo hægt sé að komast að samkomulagi. Sú lausn er valin sem báðum aðilum líkar og þeir treysta sér til að framfylgja. Þá loks kviknar á græna ljósinu og við getum tekið af stað og framkvæmt eða prófað lausnina okkar. Um leið gerum við samkomulag milli okkar. Að komast að samkomulagi Að gefa og þiggja er grundvallarregla þegar kemur að því að ná samkomulagi í ágreiningsefnum. Það er vel þess virði að gefa eitthvað eftir til að ná sínu fram í meginatriðum. Þess vegna skiptir máli að hver og einn geri sér grein fyrir því hverju hann vill ná fram og hvað hann getur sætt sig við. Allir hlutaðeigandi þurfa að halda sig við jörðina og gæta þess að setja ekki fram fáránlegar kröfur. Málamiðlun er besta leiðin til að ná samkomulagi. Þess vegna skiptir máli að allir fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og að hlustað sé á það sem þeir hafa að segja. Síðan ættu allir að fá að leggja sitt af mörkum við að leita lausna á vandanum. Íhuga ætti allar hugmyndir hversu fáránlegar sem þær kunna að hljóma í fyrstu. Gott er að lista þær allar upp á blað og fara síðan skipulega yfir þær hverja á fætur annarri. Hver og einn gefur svo hverri hugmynd plús eða mínus eftir því hvernig honum líst á þá lausn og rökstyður álit sitt. Markmiðið er að finna bestu lausnina og það er væntanlega sú sem fær f lestu plúsana. Þegar besta lausnin er fundin er henni fylgt eftir. Til þess að það gangi vel verður samkomulagið sem gert er að vera skýrt svo öllum sé ljóst til hvers er ætlast af hverjum og einum og hvað muni gerast ef einhver stendur ekki við sinn hlut. Stundum getur líka verið skynsamlegt að setja einhver tímamörk á hversu lengi samkomulagið á að gilda og endurskoða það svo að þeim tíma liðnum. Oft er nauðsynlegt að samkomulagið sé skrif legt til að koma í veg fyrir mis­ skilning eða gleymsku, það á ekki síst við í félagsstarfi. 79

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=