Verum virk

Ágreiningur er mannlegur Til að skilja hvernig öðrum líður þurfum við að geta sett okkur í spor þeirra Umferðarljós – rautt, gult, grænt Úrlausn samskiptavanda Ekki er óalgengt að okkur þyki erfitt að verja okkur þegar gengið er á okkar hlut og að sama skapi stöndum við stundum frammi fyrir því að þykja erfitt að segja meiningu okkar án þess að móðga hinn aðilann. Hvort tveggja er ósköp mannlegt og eðlilegt en alls ekki óyfirstíganlegt vandamál. Þegar upp kemur vandi eða hnökrar í samskiptum okkar við aðra er tvennt sem þarf að skilgreina og átta sig á til að gera sér betur grein fyrir eðli vandans. Annars vegar eigin tilfinningar og hins vegar tilfinningar hinna sem hlut eiga að máli. Neikvæðar tilfinningar eru fyrsta vísbending um að vandi sé til staðar í samskiptum á milli fólks. Hugsanir okkar og viðhorf hafa áhrif á tilfinning­ arnar. Þegar manni líður illa eða er ósáttur í samskiptum þarf að byrja á að skil­ greina tilfinningarnar, átta sig á líðaninni og hvað veldur henni. Eitt það erfiðasta í samskiptum okkar við annað fólk er að átta sig á því hvernig hinum líður. En til að skilja það verðum við að geta sett okkur í spor annarra. Þegar við gerum það reynum við fyrst að átta okkur því hvernig hinum líður, lesum í svipbrigði hans og líkamsburði og hlustum á það sem sagt er. Þessi þrjú atriði: Svipbrigði, líkamsburður og það sem sagt er, gefa okkur vísbendingar um líðan viðkomandi. Þegar ágreiningur á sér stað bregðast sumir þannig við að draga sig í hlé, leiða hjá sér deilurnar og láta vandann yfir sig ganga. Aðrir sýna yfirgangs­ semi, eigingirni og frekju og gera mikið úr málunum. Hvorug þessara leiða skilar yfirleitt miklum árangri. Best er að standa vörð um eigin hagsmuni og tjá skoðanir sínar á hreinskiptinn hátt án æsings eða yfirgangs. Þegar greiða þarf úr vanda í samskiptum má nota aðferð sem stundum hefur verið kennd við umferðarljós. Þá er notast við þær hefðbundnu reglur sem við þekkjum úr umferðinni og myndlíking umferðarljósa notuð. Þegar ljóst er að einhver vandi er til staðar er því líkt við að vera á rauðu ljósi. Við rauða ljósið er nauðsynlegt að stoppa og skilgreina vandamálið (eigin tilfinningar og annarra sem hlut eiga að máli). Þannig áttum við okkur á því um hvað málið snýst og í hverju vandinn liggur. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og því ættum við alltaf að gæta þess að líta í eigin barm og skoða okkar þátt í vandanum. Næsta skref er svo að hugsa og leita lausna. Það gerum við á gula ljósinu. Við leyfum hugarf luginu að njóta sín, veltum fyrir okkur ýmsum möguleikum og leyfum öllum hugmyndum að koma fram. Svo metum við af leiðingar þeirra og veljum bestu lausnina sem allir sætta sig við. Nauðsynlegt er að gefa sér góðan tíma í þessum fyrstu skrefum úrlausnarinnar. 78

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=