Verum virk

Meginatriði – yfirlit Maðurinn er félagsvera og það er okkur í blóð borið að vilja tilheyra hópi. Við tilheyrum margs konar hópum eða félögum sem gera til okkar kröfur og uppfylla félagslegar þarfir okkar. Leikreglur félagslegra samskipta eru okkur þó ekki áskapaðar, við þurfum að tileinka okkur þær í gegnum reynslu okkar. Félag er skipulagður hópur tveggja eða fleiri sem stofnað er af fúsum og frjálsum vilja til að vinna að ákveðnu markmiði. Félögum má skipta í almenn félög og sérfélög (bundin félög). Einnig er hægt að tala um formleg og óformleg félög þó það sé ekki eiginleg flokkun. Félagasamtök eru samtök félaga. Í gegnum þátttöku okkar í hinum ýmsu félögum sem við tilheyrum upplifum við ánægju og gleði, vinnum að framgangi mála sem eru okkur mikilvæg og tökum út margvíslegan þroska. Verkefni með fyrsta kafla 1. Þátttaka í félagsstarfi Búið til lista yfir öll þau félög sem þið tilheyrið. Hvers vegna eruð þið í þessum félögum og hvað finnst ykkur þið fá út úr því starfi sem þar fer fram? Hvort eru formleg félög eða óformleg fleiri á listanum ykkar? Hvaða félag skiptir ykkur mestu máli og hvers vegna? Þegar þið hafið svarað þessu skuluð þið ræða niðurstöðuna saman tvö og tvö. Hvað kom ykkur mest á óvart í þessu yfirliti? 2. Ánægja og gleði í félagsstarfi Vinnið saman í litlum hópi og lýsið í máli og myndum ykkar fyrstu minningu af upplifun í félagsstarfi, fléttið saman sögum allra í hópnum. Verkinu eigið þið svo að deila með öðrum hópum. 3. Almenn félög og sérfélög Vinnið saman tvö og tvö og gerið óformlega könnun um þau félög sem til eru í ykkar sveitarfélagi eða hverfinu ykkar. Flokkið þessi félög gróflega í almenn félög og sérfélög (bundin félög). Berið svo saman niðurstöður allra vinnuhópa og skoðið hversu mörg félögin eru þegar allt er talið saman. Var einhver hópur með öll félögin á sínum lista? 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=