Verum virk
Í Ágreiningsmál og málamiðlanir vináttu, fjölskyldu og félagstengslum geta komið upp ágreiningsmál, stór og smá, en það eru ekki alltaf vandamálin sjálf sem skipta máli heldur hvernig er leyst úr þeim. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála um alla hluti en við þurfum að tileinka okkur sveigjanleika og kunna að finna leiðir til að samræma ólík sjónarmið, jafna ágreining og leysa úr deilum af skynsemi. Ákveðinn sveigjanleiki er mikilvægur eiginleiki í félagsstarfi, stífni, þvermóðska og frekja leiða yfir leitt ekki til neins. Við þurfum að kunna að gefa eftir þar sem það á við og mætast á miðri leið. Í þessum kaf la verður fjallað um hvernig takast má á við ágreining og vandamál og sem upp kunna að koma í samskiptum okkar við aðra, komast að sam komulagi og gera málamiðlanir. 77
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=