Verum virk

Skiptist síðan tvö og tvö á greinargerðum ykkar og gagnrýnið á upp­ byggilegan hátt röksemdafærsluna sem kemur fram í greinargerð hvors annars. Hvað getið þið lært af gagnrýninni sem þið fenguð? Hvernig getið þið nýtt hana til að læra á ykkur sjálf og þroskast? 5. Skoðanaskipti – samræður Vinnið saman í hópi, sitjið í hring og deilið skoðunum ykkar hvert með öðru. Hlustið á skoðanir hinna án þess að koma með athugasemdir við þær og skiptist á skoðunum. Einhver einn í hringnum byrjar á að segja sína skoðun í stuttu máli og svo tekur sá sem er honum á vinstri hönd við og þannig koll af kolli þangað til allir hafa tjáð sig að vild. Ef einhver hefur ekkert að segja segir viðkomandi pass og næsti tekur við. Þannig haldið þið áfram þar til allir hafa sagt nægju sína. Veljið eitt af eftirfarandi og deilið skoðunum ykkar á efninu: - Nemendafélög - Hamingjan - Skólabúningar - Annað efni að eigin vali - Lögræðisaldur 6. Rökræður Setjið upp málfund þar sem þemað er: Virk þátttaka ungs fólks í lýðræðissamfélagi. Rökræðið hversu virkt ungt fólk er í samfélagi nútímans, hvernig það getur tekið virkan þátt og hvernig slíkri þátttöku verður komið á. Hver var helsta niðurstaða umræðnanna? 7. HRÁFDAGS Haldið fram skoðun ykkar á málefni sem er ykkur hjartfólgið, færið rök fyrir henni, dragið ályktanir af henni, skilgreinið hvaða forsendur þið gefið ykkur, komið með dæmi, lýsið því hvaða afleiðingar skoðunin hefur og komið með gagndæmi. Þarf skoðun að vera sannleikanum samkvæm? 8. Rökræður eða rifrildi Rifjið upp dæmi úr eigin lífi af góðum rökræðum sem þið hafið átt við aðra. Rifjið einnig upp dæmi um deilur sem þið hafið lent í. Hver er munurinn á þessu tvennu og hvaða árangri skilaði hvort um sig fyrir ykkur? 76

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=