Verum virk
Stutt getur verið á milli rökræðna og rifrildis. Þegar hiti færist í leikinn og tilfinningar taka völdin vill það gerast að æsingur og þrætur komi í stað málefnalegrar umræðu. Árangur slíks er hins vegar yfirleitt lítill sem enginn. Við ættum því að reyna að halda ró okkar, halda okkur á málefnalegum nótum og gæta þess að persónugera ekki málin. Nota þarf góð rök og setja þau rétt fram ef ætlunin er að sannfæra aðra um tiltekna skoðun. Röksemdafærslan þarf að sýna fram á að þær forsendur sem gefnar eru styðji skoðunina. Setja þarf málið skýrt og skipulega fram með góðum rökstuðningi sem byggir á gagnrýninni hugsun þar sem málið er skoðað frá ólíkum sjónarhornum. HRÁFDAGS er ein leið sem notuð hefur verið í þessum tilgangi en skammstöfunin vísar til meginatriða sem hafa þarf í huga við rökræður. Mikilvægt er að kunna að gagnrýna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Slík gagnrýni er vel afmörkuð, skýr og málefnaleg. Samlokuaðferðin svokallaða þykir góð en hún felst í að byrja á einhverju jákvæðu, koma svo með hina eiginlegu gagnrýni með mögulegum lausnum og enda á einhverju jákvæðu. 75 Verkefni með áttunda kafla 1. Röksemdafærsla Útivistartími barna og unglinga. Setjið fram skoðun ykkar á málinu og styðjið hana með gildum rökum. 2. Sókratískar spurningar Skráið niður fjögur til fimm dæmi um sókratískar spurningar. Hvað aðgreinir þær frá hefðbundnum spurningum? Ræðið saman tvö og tvö um annað af eftirfarandi og notið sókratískar spurningar til að ná fram ólíkum sjónarmiðum um þau: - Hvað er vinátta? - Að vera unglingur nú á dögum. 3. Skoðanaskipti Vinnið saman tvö og tvö og ræðið nýlegar kvikmyndir sem þið hafið séð og skoðanir ykkar á þeim. Notið dæmi til að útskýra og styðja skoðun ykkar. 4. Skoðanir og uppbyggileg gagnrýni Skrifið stutta greinargerð sem lýsir málefnalega ykkar skoðun á möguleikum ungs fólks til að hafa áhrif á samfélag sitt í ykkar hverfi eða bæjarfélagi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=