Verum virk

Samlokuaðferð það má alltaf finna einhverja jákvæða f leti á atburðum. Svo má benda á það sem okkur finnst ekki standast eða þurfa að bæta og þá hvernig það er hægt. Gagnrýnin þarf þannig að vera málefnaleg, vel afmörkuð, nákvæm og skýr og um leið leiðbeinandi um hvað má betur fara og hvernig má bæta það. Loks getur verið gott að enda á að nefna aftur eitthvað jákvætt til að enda gagnrýnina á jákvæðum nótum. Þetta hefur stundum verið kallað samlokuaðferð. - Byrja á einhverju jákvæðu eða einhverju sem lýsir virðingu. - Benda yfirvegað á það sem er aðfinnsluvert með góðum rökum eða útskýringum. - Benda á hvernig má bæta úr því sem ekki þykir nógu gott, mögulegar lausnir. - Enda á einhverju jákvæðu. Meginatriði – yfirlit Í rökræðumættum við að gæta þess að gefa okkur ekki niðurstöðuna fyrir fram, skoða mál frá öllum sjónarhornum og beita gagnrýninni hugsun. Samræðu- og spurningatækni, kennd við forngríska heimspekinginn Sókrates, er enn mikið notuð í rökræðum. Sókratíska aðferðin felst í að spyrja spurninga sem kalla fram rök með og á móti, jafnvel ný rök sem ekki hafði verið hugsað út í áður. Góð sókratísk spurning kallar fram svar sem varpar nýju ljósi á málefnið sem til umræðu er. Slíkar spurningar kalla á nánari útskýringar, rök og sannanir, ólík sjónarmið eða afleiðingar. Í málefnalegum umræðum er byggt á rökum. Á fundum þar sem ekki gefst tími til mikilla umræðna beitum við yfirleitt þeirri aðferð að leggja sjálf fram rökin með máli okkar frekar en sókratísku spurningatækninni. Rökræður eru ekki það sama og kappræður þar sem markmiðið er að sigra andstæðinginn. Í gegnum rökræður reynum við að komast að kjarna málsins, vegum og metum rök með og á móti og myndum okkur skoðanir út frá því. Markmið skoðanaskipta og umræðna í félagsstarfi er að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem flestir eða allir geta sætt sig við. Málin eru skoðuð frá öllum sjónarhornum. Allir þurfa að fá tækifæri til að koma sinni skoðun á framfæri og færa rök fyrir henni. Við þurfum þannig bæði að geta fært rök fyrir eigin skoðunum og geta hlustað á röksemdafærslur annarra. 74

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=