Verum virk
HRÁFDAGS! Mikilvægt að gagn rýni sé málefnaleg og uppbyggileg og beinist að málefni og hegðun en ekki persónu Hér verður mjög stuttlega kynnt leið Hreins Pálssonar, heimspekings sem kölluð hefur verið HRÁFDAGS, en hana hefur hann notað til að kenna börnum heimspeki. 11 Skammstöfunin HRÁFDAGS stendur fyrir þau atriði sem hafa þarf í huga í rökræðum, ekki þarf þó að fara eftir þeim í þessari röð. - Hvað – vísar til skilgreiningar og afmörkunar á því sem er til umræðu. „Hvað er verið að tala um?“ - Rök – séu þau góð sýna þau fram á gildi skoðunarinnar. - Ályktanir – eru niðurstöðurnar sem fást út frá þeim forsendum sem eru gefnar. - Forsendur – eru það sem notað er til að byggja skoðunina á. - Dæmi – eru tilvísanir í einhvers konar gögn sem styðja skoðunina. - Af leiðingar – vísa til þeirra áhrifa sem skoðunin getur haft. - Gagndæmi – eru tilvísanir í einhvers konar gögn sem hrekja skoðunina. - Sannleikur – vísar til þess að spegla skoðunina í raunveruleikanum til að kanna hvort hún stenst. Uppbyggileg gagnrýni Einhverra hluta vegna óttast fólk fátt meira í samskiptum en gagnrýni. Samt sem áður er nauðsynlegt að láta í sér heyra ef eitthvað er gagnrýnivert í framkomu annarra. Áður hefur verið nefnt hversu mikilvægt er að kunna að gagnrýna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það bætir samskipti með því að koma á framfæri því sem betur má fara og dregur úr líkum á því að spenna myndist í samskiptunum. En til þess að gagnrýni verði til gagns skiptir miklu máli hvernig hún er sett fram svo hún misskiljist ekki. Áður en við gagnrýnum ættum við því að íhuga vel hvað það er sem við viljum koma á framfæri, hvað við teljum gagnrýnivert, hverju við viljum breyta og hvers vegna og síðast en ekki síst hvaða lausnir við getum bent á. Það skiptir líka miklu máli að velja réttan stað og stund til að koma gagnrýninni á framfæri. Þegar við teljum þörf á að koma á framfæri gagnrýni á framkomu, málf lutning eða röksemdafærslu annarra er gott að hafa í huga að gagnrýnin má ekki verða persónuleg eða beinast að einstaklingnum sem persónu. Það er móðgandi og setur viðkomandi í varnarstöðu og getur þannig leitt til þrástagls (eins og stundum gerist hjá ungum börnum, nei – jú víst – nei – jú víst …). Við ættum líka að forðast að nota ásakanir, sleggjudóma og hótanir. Ef við viljum að tekið sé mark á gagnrýninni ættum við þess í stað að halda okkur við hegðun viðkomandi eða málefnið sjálft og benda á það sem ekki stenst í málf lutningnum með góðum gagnrökum. Best er að byrja á einhverju sem lýsir virðingu fyrir einstaklingnum eða með því að nefna eitthvað jákvætt, 73
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=