Verum virk

Rökræðum í stað þess að rífast „Skynsamleg hugsun efast stöðugt um sjálfa sig“ Sókrates Gagnrýnin hugsun Rökræður eða rifrildi? Það getur verið stutt á milli rökræðna og rifrildis eða deilna og sumum þykir erfitt að greina þarna á milli. Stundum vill það nefnilega gerast í hita leiksins að hasar, frammíköll og æsingur koma í stað málefnalegrar umræðu. En til hvers leiðir slíkt? Árangurinn er yfirleitt afar takmarkaður, hærri blóðþrýstingur, leiðindi eða særindi milli manna og engin niðurstaða næst. Þegar tilfinningarnar taka af okkur völdin og f léttast inn í umræðurnar er hætta á að þær þróist yfir í deilur. Deilum fylgja oft persónulegar móðganir eða særandi setningar sem skilja alla eftir í sárum. Við ættum alltaf að vera á varðbergi gagnvart því og reyna eins og við frekast getum að halda ró okkar og halda rökræðunum á málefnalegum grunni. Við rökræðum með því að færa skýr rök fyrir skoðunum okkar. Að færa rök fyrir máli sínu Með rökum reynum við að sannfæra aðra, og jafnvel okkur sjálf, um að skoðun okkar sé rétt. Til þess að það takist þurfa rökin að vera góð og framsetning þeirra þarf einnig að vera þannig að hún nái eyrum þeirra sem við viljum ná á okkar band. Ef rökin eru góð styðja þau skoðun okkar og málstað. Röksemdafærsla okkar ætti að sýna fram á að þær forsendur sem gefnar eru styðji skoðun okkar. Það er því mikilvægt að setja mál sitt skýrt og skipulega fram með góðum rökstuðningi frekar en að nota innantómar upphrópanir eða slagorð sem mega sín lítils. Skynsamleg hugsun efast stöðugt um sjálfa sig er haft eftir Sókratesi. Þarna er enn og aftur bent á að til þess að við náum að sannfæra aðra um mál okkar þurfum við að beita gagnrýninni hugsun og vera sjálf búin að skoða það mál sem til umræðu er ítarlega og frá ólíkum sjónarhornum. Til eru ýmsar leiðir til þess. Þær eiga þó eftirfarandi atriði sameiginleg: - Sett er fram skilgreining eða afmörkun á því sem er til umræðu og hver skoðunin eða afstaða til málsins er. - Dregin eru fram rök, með vísan í einhvers konar gögn, sem styðja skoðunina. - Tekin eru dæmi um hið gagnstæða, hugsanleg rök sem hrekja skoðunina til að prófa skoðunina og skoða málin frá f leiri hliðum. - Rökin og mótrökin eru vegin og metin og endanleg niðurstaða dregin fram af meiri sannfæringarkrafti. 72

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=