Verum virk

Málefnaleg umræða byggist á rökum Rökræður og kappræður eru sitthvað Gagnkvæm virðing er lykilatriði í skoðanaskiptum Í málefnalegum umræðum hljótum við alltaf að byggja á rökum. Hægt er að fara sókratísku leiðina til að sýna fram á rökin en önnur leið er að færa sjálf málefnaleg rök fyrir skoðunum okkar og reyna þannig að sannfæra aðra um málstað okkar. Þeirri aðferð beitum við oftar, einkum á fundum þar sem ekki gefst tími til samræðna fram og til baka, ræðutími er takmarkaður eða hver og einn fær takmarkaðan fjölda tækifæra til að taka til máls. Rökræður eru alls ekki það sama og kappræður. Í kappræðum er markmiðið það eitt að sigra andstæðinginn en með málefnalegum rökræðum reynum við að komast að kjarna málsins og mynda okkur skoðanir út frá því. Í rökræðum gefst okkur tækifæri til að tjá skoðanir okkar, hlusta á skoðanir annarra og komast að réttari niðurstöðum um það málefni sem verið er að ræða með því að vega og meta rök með og á móti. Það mál sem er til umræðu er þannig hugsað til hlítar á gagnrýninn hátt og við tökum afstöðu í samræmi við það, getum jafnvel skipt um skoðun ef rökin eru mjög sannfærandi. Skipst á skoðunum Í daglegu lífi okkar, ekki síst í félagsstörfum, skiptir máli að geta tekið þátt í hreinskiptnum skoðanaskiptum. Við þurfum að kunna þá list að tjá skoðanir okkar og færa rök fyrir þeim og ekki síður að hlusta á skoðanir og röksemda­ færslur annarra. Gagnkvæm virðing er lykilatriði í öllum skoðanaskiptum. Við ættum alltaf að koma til þeirra með opnum huga. Við þurfum líka að vera opin fyrir því að játa okkur sigruð og kunna að skipta um skoðun ef rök hinna mæla með því. Eitt markmið skoðanaskipta og umræðna í félagsstarfi er að komast að sameigin­ legri niðurstöðu eða ákvörðun sem f lestir eða allir geta sætt sig við. Í gegnum umræðurnar er málefnið skoðað frá öllum sjónarhornum og þátttakendum gefst tækifæri til að öðlast skilning á ólíkum skoðunum og jafnvel leysa ágreining, sé hann fyrir hendi. Setja má fram nokkrar grundvallarreglur sem hafa ætti í huga þegar skipst er á skoðunum: 1. Setjið fram skoðanir ykkar á yfirvegaðan hátt og færið málefnaleg rök fyrir þeim. 2. Gefið viðmælendum ykkar tækifæri til að gera slíkt hið sama. 3. Ræðið saman á jákvæðum nótum og haldið ykkur við málefnið í stað þess að persónugera það. 4. Verið móttækileg fyrir öðrum skoðunum og opin fyrir því að skipta um skoðun þegar rök mæla með því. 5. Forðist að setja viðmælendur í varnarstöðu eða fara sjálf í vörn. 71

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=