Verum virk

Rökræður rískir heimspekingar til forna þóttu margir miklir hugsuðir og snillingar í samræðum enda má margt af þeim læra þó árþúsundir séu liðnar síðan þeir voru uppi. Uppruni gagnrýninnar hugsunar er gjarnan rakinn til forngrísku heimspekinganna. Samræðu- eða rökræðu­ listin er hins vegar ekki síður mikilvæg nú á dögum en hún var á blómaskeiði grískrar heimspeki. Í upplýsingaf lóði nútímans skiptir gagnrýnin hugsun stöðugt meira máli, við þurfum að gæta þess að gleypa ekki hrátt allt sem fyrir okkur er borið og kunna að greina sauðina frá höfrunum. Til að geta tekið þátt í rökræðum og beitt gagn­ rýninni hugsun þurfum við að búa yfir ákveðinni færni. Ef við viljum að tekið sé mark á okkur skiptir máli að kunna að setja mál sitt fram málefnalega og skipulega og að færa skýr rök fyrir máli sínu. Við erum misfær í slíku en enginn skyldi þó örvænta því þá tækni er vel hægt að tileinka sér og þjálfa upp. Í þessum kaf la verður fjallað um rökræður, um listina að skiptast á skoðunum og taka þátt í mál­ efnalegum umræðum. Gefin eru góð ráð um hvernig eigi að færa rök fyrir máli sínu og koma uppbyggilegri gagnrýni á framfæri. Einnig verður stuttlega fjallað um muninn á rökræðum og rifrildi. 69 G

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=