Verum virk

7. Stjórnendafærni Gerið svokallaða SVÓT greiningu á ykkur sjálfum sem stjórnendum (S = styrkleikar, V = veikleikar, Ó = ógnanir, T = tækifæri). Til að svara fyrstu tveimur þáttunum horfið þið inn á við og tengið þá ykkur sjálfum (styrk- og veikleikar) en til að svara seinni þáttunum tveimur horfið þið á félagslegt umhverfi ykkar (ógnanir og tækifæri). - Hverjir eru styrkleikar ykkar? Hvernig nýtið þið þá? - Hverjir eru veikleikar ykkar? Hvernig getið þið yfirunnið þá? - Hvað ógnar ykkur? Hvernig getið þið dregið úr þessum ógnunum? - Hvaða tækifæri bíða ykkar? Hvernig nýtið þið þau? 8. Stjórnunarstíll Vinnið saman í litlum hópi og kynnið ykkur ólíka stjórnunarstíla, einkenni og áhrif. Búið svo til leikrit í þremur þáttum sem lýsir ólíkum stjórnunarstílum leiðtoga. Ræðið eftirfarandi atriði ykkar á milli: - Það sem kom ykkur mest á óvart í upplifun ykkar. - Hvers konar leiðtogar þið mynduð sjálf vilja vera, þ.e. hvers konar stjórnunarstíl mynduð þið vilja tileinka ykkur og af hverju. 9. Nefndir Kynnið ykkur hvaða fastanefndir eru að störfum á Alþingi Íslendinga og hvernig er staðið að vali einstaklinga í þessar nefndir. Berið þetta saman við nefndir í félagi sem þið eruð í eða þekkið til. Hvað er sambærilegt þarna á milli og hvað er ólíkt? 10. Skipulagning og framkvæmd viðburðar Vinnið saman í hópi og skipuleggið viðburð í félagslífi skólans. Ekki er verra ef þið látið gott af ykkur leiða í leiðinni. Ef þið fáið tilskilin leyfi til eigið þið að koma viðburðinum í framkvæmd. 68

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=