Verum virk
Almenn félög og sérfélög – formleg félög og óformleg valkvæð og við getum því að vissu marki valið hvaða félagi við tilheyrum en það er þó ekki algilt. Ríkisborgararétt er t.d. ekki sjálfgefið að við getum valið. Við veljum hins vegar oftast eftir eigin áhuga þau almennu félög sem við göngum til liðs við, svo sem íþróttafélög, æskulýðsfélög, góðgerðarfélög og áhugafélög ýmiss konar og jafnvel trúfélög. Við göngum til liðs við þessi félög til að vinna að áhugamálum okkar eða markmiðum sem okkur eru hugleikin. Ánægja og gleði er oft hvatinn að starfinu en það er ekki síður mikilvægt að við þroskumst og ef lumst í gegnum slíkt starf, ekki síst í gegnum samstarf við aðra og þann lærdóm sem við getum dregið af því. Við fáum þannig bæði þörfum okkar fyrir félagsleg samskipti fullnægt og vinnum að framgangi einhverra mála sem eru okkur mikilvæg. Sérfélögum, á borð við verkalýðsfélög og skólafélög, erum við hins vegar að einhverju leyti skuldbundin til að vera í þó við getum stundum valið þau. Þannig má skipta félögum upp í tvo f lokka, almenn félög og sérfélög (eða bundin félög). Það má líka tala um formleg félög og óformleg. Þau félög sem hafa verið nefnd hér að ofan eru formleg félög en önnur óformlegri eru t.d. fjölskyldan og vinahópar og það eru oftast þau félög sem skipta okkur mestu máli þegar upp er staðið. Í Spámanninum eftir Kahlil Gibran segir m.a. um vináttuna: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis.“ Félagasamtök eru samtök félaga. Dæmi um slík félagasamtök eru Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Ungmennafélag Íslands (UMFÍ), KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Ef við erum félagar í einhverju aðildarfélaga slíkra félagasamtaka erum við sjálfkrafa aðilar að heildarsamtökunum. Enginn félagsskapur fullnægir öllum þörfum okkar en því víðtækara sem félagið er má gera ráð fyrir að það fullnægi f leiri þörfum okkar. Flestir eru félagsmenn í mörgum félögum, sumir jafnvel í f leiri félögum en þeir gera sér grein fyrir eða muna að telja með þegar eftir því er innt. Við höfum mismikinn áhuga á því starfi sem fram fer í þessum félögum og tökum almennt virkari þátt í þeim félögum sem höfða meira til áhuga okkar og munum því eðlilega frekar eftir þeim. 5
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=