Verum virk

sjáið hvernig aðrir unnu úr þessu. Hvað er sameiginlegt með því sem hóparnir komust að? 3. Meginreglur hópstarfs Vinnið saman í fjögurra til fimm manna hópi og leysið eftirfarandi: - Nefnið þrjú atriði sem, að ykkar mati, geta stuðlað að því að hópur upplifi sig sem eina einingu og skapað góðan anda í hópastarfi. - Hvaða eiginleika þarf verkefni að hafa svo það henti fyrir hópstarf? Nefnið tvö til þrjú dæmi um slík verkefni sem þið hafið unnið eða mynduð vilja vinna í skóla- eða félagsstarfi. 4. Hópstarf og vinátta Jóni og Gunnu líkar ekki að vinna í hópi. Hver gæti ástæða þess verið? Hvað gætuð þið sem vinir gert til að auðvelda þeim að vinna í hópi og látið þeim líða vel með það? 5. Leiðtogar og fyrirmyndir Nefnið tvo einstaklinga sem eru ykkur fyrirmyndir um sanna leiðtoga. Þetta ættu að vera einstaklingar sem þið virðið fyrir leiðtogafærni þeirra og geta verið einstaklingar sem hafa haft mikil, jákvæð og hvetjandi áhrif á ykkur en þurfa ekki að vera þekktir einstaklingar í samfélaginu. Nefnið tíu atriði í fari þessara einstaklinga sem gera þá að þeim leiðtogum sem þeir eru. Hvað getið þið lært eða tileinkað ykkur frá þessum fyrirmyndum? 6. Stjórnandinn Vinnið saman í tíu til tólf manna hópi og skipið einn stjórnanda í verkefninu og annan ritara. Stjórnandi stýrir hugflæði hópsins um hvaða eiginleikum góður leiðtogi þarf að búa yfir. Ritari skrifar allar hugmyndir niður á stórt blað, sem allir í hópnum geta séð, um leið og þær koma. Þekkið þið einhvern sem býr yfir öllum þessum eiginleikum? Hvaða eiginleikar eru mikilvægastir að ykkar mati og væri raunhæft að gera kröfu um í fari leiðtoga? Að lokum skuluð þið hvert fyrir sig meta hvort þið teljið ykkur sjálf búa yfir þeim eiginleikum. Ef ykkur finnst eitthvað vanta upp á, hvernig gætuð þið þjálfað upp þá hæfni sem þarf til? 67

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=