Verum virk
Verkefni með sjöunda kafla 1. Einstaklingsframlag eða hópstarf Svarið eftirfarandi spurningu hvert í sínu lagi. Hvað eru margir ferningar hér fyrir neðan? Prófið næst að vinna saman í þriggja eða fjögurra manna hópum og teljið ferningana aftur? Fékk hópurinn sömu niðurstöðu og einstak lingarnar áður? Hvort var skemmtilegra að vinna þetta einn eða í hópi? Hvort skilaði betri árangri? 2. Árangursríkt hópstarf Vinnið saman í fjögurra til fimm manna hópi og leysið eftirfarandi verkefni. Í upphafi skulið þið velja stjórnanda og ritara hópsins. Þakrennur safna saman vatni af húsþökum og leiða það á öruggan stað. Í rennurnar safnast hins vegar ýmislegt annað, laufblöð, sandur og fleira. Sé það ekki hreinsað burt geta rennurnar stíflast og á endanum valdið leka og jafnvel skemmdum á húsum. Hópurinn ykkar á sínar „þakrennur“ en það eru þær hegðunarreglur sem þar hafa skapast og auðvelda ykkur að leysa verkefni ykkar. Vandamál í hópi geta, rétt eins og laufblöðin og sandurinn, valdið skemmdum og hindrað að árangur náist í hópstarfinu. Túlkið þessa myndlíkingu myndrænt með því að búa til hugarkort þar sem fram kemur hvers konar hegðun myndar stíflur og hvers konar hegðun tryggir hreinar rennur í hópstarfinu. Í miðju kortsins á að vera mynd sem táknar hópinn ykkar. Skýrið hugarkortið ykkar fyrir öðrum hópum að verkinu loknu og 66
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=