Verum virk

og ytri aðstæður þurfa að vera ákjósanlegar fyrir hópinn. Verkefnið þarf líka að henta fyrir hópstarf og það þarf að snúast um sameiginlegt markmið sem hópurinn vill stefna að. Síðast en ekki síst þarf samstarfið að vera gefandi og hæfilega krefjandi fyrir einstaklingana í hópnum. Félagslegt umhverfi okkar, þ.e. þeir hópar sem við erum hluti af, hefur áhrif á okkur sem einstaklinga en um leið höfum við áhrif á hópinn og þær hegðunarreglur sem skapast í hópnum. Áhrifin eru gagnkvæm eða gagnvirk. Bæði félagslegir þættir og einstaklingsbundnir hafa áhrif á hópstarfið. Eitt meginhlutverk stjórnanda í hópi er að stuðla að vellíðan þeirra sem í hópnum eru og ná fram hámarksárangri. Hann þarf að búa yfir marg­ víslegum persónueiginleikum, þekkingu og færni. Hann þarf að vera hlýr, leiðbeinandi, einbeittur, skipulagður og búa yfir eldmóði. Stjórnunarstíll stjórnandans ræður miklu um hvernig til tekst í hóp­ starfinu. Stjórnunarháttum hefur verið skipt í þrjá flokka; einræðislega, lýðræðislega og afskiptalausa. Lýðræðislegur stjórnunarstíll skapar mesta jafnvægið í hópnum og skilar góðum árangri. Sjálfsþekking og færni í mannlegum samskiptum eru grunnurinn að sannri leiðtogafærni. Hópstarf er mikilvægt í öllu lýðræðislegu félagsstarfi. Skipulag hópstarfs skiptist í fjóra meginþætti; kynningu, hópumræðu, skýrslu og yfirlit. Nefndir eru vinnuhópar sem skipaðar eru eða kjörnar til að vinna að afmörkuðum verkefnum í tiltekinn tíma. Nefnd ber ábyrgð gagnvart þeim aðila sem skipaði hana, aðalfundi og félagsstjórn og þarf að standa skil á verkum sínum til þeirra. Skýrar upplýsingar þurfa að koma fram í erindisbréfi nefndar um verksvið hennar og aðra hagnýta þætti. Í fastanefndum félaga, eða öðrum nefndum sem starfa á milli funda, gilda sömu lögmál og í hópstarfi almennt. Slíkar nefndir vinna yfirleitt að mjög afmörkuðum málum og ferli vinnunnar er í grófum dráttum eftirfarandi: Kynning, umræður, niðurstaða – ákvörðun, framkvæmd og skýrsla – eftirlit. 65

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=