Verum virk

Sömu reglur gilda um fundi nefnda og um almenna félagsfundi Nefndir félaga vinna þannig á sama hátt og hópar yfirleitt. Um boðun funda og almenna starfshætti gilda sömu reglur og um almenna félagsfundi og stjórnar­ fundi. Nefndir vinna yfirleitt að afmörkuðummálaf lokkum og í grófum dráttum ætti ferlið að vera það sama og nefnt var hér á undan en þó kemur yfirleitt til einhver framkvæmdaþáttur að auki. Þannig má segja að málsmeðferðin verði: - Kynning , farið yfir hvaða reglur og/eða samþykktir gilda um verkefnið, hvernig tekið hefur verið á sambærilegum málum áður innan félagsins, til hvers er ætlast og innan hvaða starfsramma nefndinni ber að vinna. - Umræður, upplýsingasöfnun, hugmyndavinna og málin rædd frá öllum sjónarhornum. - Niðurstaða – ákvörðun , í kjölfar umræðna er tekin ákvörðun um hvernig framkvæma eigi verkefnið, hver gerir hvað o.s.frv. - Framkvæmd , farið eftir þeim ákvörðunum sem teknar voru um stað og stund, hvernig og hverjir geri hvað o.s.frv. - Skýrsla , skila þarf skýrslu til félagsstjórnar um verkefnið. Eftirlit er í höndum stjórnar sem þarf að tryggja að nefndin vinni í samræmi við þær samþykktir sem gerðar hafa verið um málefnið. Meginatriði – yfirlit Hópstarf á sér yfirleitt stað í frekar fámennum hópum. Ýmiss konar hópa má finna í félagsstarfi, hópa sem vinna að sameiginlegu markmiði eða taka að sér afmörkuð verkefni. Algengt er að í stjórnum og nefndum félaga séu þrír til sjö menn. Hópstarf skilar yfirleitt meiri og betri árangri en samanlagt framlag einstaklinga og því er vaxandi áhersla á hvers kyns hópstarf í samfélagi nútímans. En því fylgja kostir og gallar eins og öðru, það getur til dæmis verið tímafrekara að vinna þannig vegna þess að skoðanaskipti margra taka tíma. Ákveðnar meginreglur gilda um hópstarf og lúta þær að þremur þáttum, þ.e. hópnum sem einingu, verkefni eða tilgangi hópsins og samstarfinu og tengslum einstaklinganna. Hópur þarf að hafa þekk­ ingu og færni til að leysa verkefnið, hann þarf að upplifa sig sem eina samstæða heild eigi samstarfið að skila árangri og vera ánægjulegt, 64

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=