Verum virk

Markviss hópvinna í fjórum skrefum Nefndir eru yfir­ leitt fámennir starfshópar sem starfa í tiltekinn tíma Nefndir eru oft skipaðar með erindisbréfi sem hefur m.a. að geyma upplýsingar um markmið og verkefni þeirra Næst fer eiginleg umræða og vinna hópsins af stað og getur hún farið fram með ýmsum hætti. Að henni lokinni þarf hópurinn að skila af sér skýrslu um fram­ gang umræðunnar og niðurstöður. Æskilegt er að slíkum skýrslum sé skilað skrif lega en algengt er að þeim sé einnig fylgt eftir með munnlegri skýrslu, einkum ef um er að ræða starfshópa á fundum. Ef tveir eða f leiri hópar ræða sama mál þarf að lokum að sameina punkta allra hópa í eitt yfirlit. Algengt er að hver hópur skili þá meginniðurstöðum eða aðalatriðum umræðunnar í punkta­ formi til þeirra sem stýra fundinum eða hópstarfinu öllu. Þannig má í stuttu máli segja að skipulag hópstarfs geti falist í fjórum skrefum: - Kynning - Skýrsla - Hópumræða - Yfirlit Nefndir Í félögum og á fundum eru oft skipaðar eða kjörnar nefndir sem ætlað er að vinna að ákveðnum afmörkuðum verkefnum. Þannig eru f leiri virkjaðir til starfa fyrir félagið eða á fundinum. Nefndir eru yfirleitt fámennir starfshópar sem starfa í tiltekinn tíma. Um getur verið að ræða sjálfstæðar fastanefndir sem kosnar eru á aðalfundi eða skipaðar af stjórn samkvæmt lögum félagsins eða aðrar nefndir skipaðar til starfa í stuttan tíma. Í sumum tilfellum getur nefnd einnig skipað undirnefnd. Það á einkum við þegar um mjög veigamikil verkefni er að ræða sem margir þurfa að koma að. Meginreglan er að nefnd beri ábyrgð gagnvart þeim aðila sem skipaði hana. Allar nefndir bera þó ábyrgð gagnvart aðalfundi og félagsstjórn og þurfa að standa skil á störfum sínum til þessara aðila. Algengt er að í nefndir skipist fólk með mismikla reynslu af félagsstarfinu en æskilegt er að í hverri nefnd sé hæfileg blanda af eldri og reynslumiklum einstaklingum annars vegar og yngri og óreyndari einstaklingum hins vegar. Þannig gefst hinum yngri kostur á að öðlast reynslu og læra af þeim sem eldri eru og þeim eldri gefst tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn enn frekar og deila reynslu sinni. Nefnd er hópur og um störf nefndar gilda sömu lögmál og í hópstarfi almennt. Þegar nefnd er skipuð, oft með sérstöku skipunarbréfi, þurfa að fylgja með skýrar upplýsingar um tilgang og markmið nefndarinnar, verkefni hennar, valdsvið, starfstíma, fjárhagsramma, aðstöðu og skýrsluskil. Þær upplýsingar eru oft settar fram í erindisbréfi sem nefndin fær afhent við skipan hennar. Dæmi um algengar nefndir í félagsstarfi eru skemmtinefndir, laganefndir, kjör­ bréfanefndir, fjáröf lunarnefndir, húsnefndir, uppstillinganefndir og fræðslu­ nefndir og þannig mætti lengi telja. 63

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=