Verum virk
Lýðræðislegir stjórnarhættir hóp stjóra og leiðtoga skapa ánægju og vellíðan hjá hópnum Sjálfsþekking og færni í mannlegum samskiptum eru grunnur að leiðtogahæfni Einbeitni og skipulag: Stjórnandi hefur skýr markmið, skiptir vinnunni upp í viðráðanlega áfanga og er raunsær á eigin kunnáttu og hæfni. Ákefð: Stjórnandi er áhugasamur um verkefnið og einstaklingana sem vinna með honum. Auðvitað mætti nefna marga aðra eiginleika sem æskilegt er að stjórnandi hóps búi yfir en ljóst er að hann þarf að geta stýrt, skipulagt, markað stefnu og vera góður í samskiptum eigi hópstarfið að bera góðan árangur. Stjórnunarstíll hans ræður miklu um hvort það næst. Til eru ýmsar tegundir stjórn unarstíls eftir því hvaða leiðir eru farnar við stjórnunina. Algengt er að gerður sé greinarmunur á þrenns konar stjórnunarstíl; ein ræðislegum, lýðræðislegum og afskiptalausum. Hægt er að skoða hvaða áhrif þessar ólíku leiðir til stjórnunar hafa á líðan þeirra sem í hópnum eru og starf hans. Í sem skemmstu máli skapa lýðræðislegir stjórnarhættir mesta vellíðan og ánægju hjá þeim sem í hópnum eru og árangur af hópstarfinu er góður. Sem f lestir stjórnendur ættu því að tileinka sér þess konar stjórnunarleiðir. Allir stjórnendur beita þó eðlilega mismunandi aðferðum eftir því hverjar aðstæðurnar eru hverju sinni. Til að öðlast sanna stjórnunar- eða leiðtogafærni þurfum við fyrst að treysta okkur sjálfum, tilfinningum okkar og innsæi, og út frá því að ef la ábyrga hugsun og hegðun. Sjálfsþekking og færni í mannlegum samskiptum eru þannig grunnurinn að sannri leiðtogafærni. Skipulag og vinnubrögð hópa Þegar taka á lýðræðislegar ákvarðanir í félagsstarfi er mikilvægt að myndaðir séu vinnuhópar sem fjalla um málið frá öllum sjónarhornum. Þannig næst bestur árangur og mestar líkur eru á að félagsmenn verði sáttir við útkomuna. Allt hópstarf fer í gegnum ákveðið ferli frá því hópurinn kemur fyrst saman þangað til vinnunni er lokið. Í upphafi er verkefnið kynnt, farið yfir markmið þess og til hvers er ætlast af hópnum. Þetta tekur yfirleitt ekki langan tíma en skerpir og sameinar fókus þeirra sem í hópnum eru og ýtir undir áhuga þeirra á starfinu. Skilgreina þarf þau tímamörk sem hópnum eru sett og skipa í ákveðnar stöður ef þess er þörf, s.s. hópstjóra og ritara. 62
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=