Verum virk

Hópurinn hefur áhrif á okkur og við á hann, þ.e. áhrifin eru gagnvirk Hópsálfræði Hópsálfræði fjallar um gerð hópa, ferli þeirra og gagnvirk áhrif. Hún vísar til þeirra fræða sem fjalla um lögmál sem gilda í hópum. Þar er byggt á þeirri staðreynd að við, sem einstaklingar, bregðumst öðruvísi við þegar við erummeð öðrum heldur en við gerum þegar við erum ein með sjálfum okkur. Viðbrögð okkar og hegðun eru einnig breytileg eftir því í hvaða hópi við erum hverju sinni, við hegðum okkur öðruvísi í vinnunni heldur en við gerum með vinum okkar eða fjölskyldu. Almennt má segja að við lögum okkur að þeim hópbundnu hegðunarreglum sem gilda í þeim hópi sem við erum hluti af. Hvert og eitt okkar tilheyrir margs konar hópum og við temjum okkur þau viðbrögð sem gilda í þessum ólíku hópum. Auðvitað höfum við, hegðun okkar og skoðanir, líka áhrif á hópinn, rétt eins og hópurinn hefur áhrif á okkur. Það bregðast ekki allir eins við í sömu aðstæðum og þannig eigum við sömuleiðis þátt í að móta hópinn eins og hópurinn mótar okkur. Áhrifin eru gagnvirk, félagslegt umhverfi okkar hefur áhrif á okkur og við höfum áhrif á umhverfi okkar. Í samræmi við þetta má því fullyrða að bæði félagslegir og einstaklingsbundnir þættir hafa áhrif á hópstarf. Hópurinn mótar hvernig skuli hegða sér og bregðast við en eiginleikar og færni einstaklinganna ráða því hver gegnir hvaða hlutverki innan hópsins. Hópurinn ákveður hvaða hlutverk þurfa að vera til staðar innan hans, t.d. hvort, og þá hvers konar, leiðtogi eigi að stýra hópnum. Persónueiginleikar, færni og viðhorf einstaklinganna ráða því hins vegar hver sinnir hvaða hlutverki. Auðvitað geta nokkrir í hópnum haft svipaða eiginleika og færni svo þeir þættir einir og sér tryggja ekki stöðu okkar innan hópsins. Stjórnun hóps Stjórnandi hóps þarf að hafa gagnvirk áhrif hóps og einstaklinga í huga og taka tillit til þeirra í störfum sínum. Eitt meginhlutverk hvers stjórnanda er að stuðla að vellíðan í hópnum, þannig skapast öryggi og ánægja hjá einstaklingunum og hámarksafköst fást. Árangursríkur stjórnandi þarf sjálfur að búa yfir margvís­ legum eiginleikum sem stuðlað geta að því að slíkt jafnvægi náist í hópstarfinu. Eftirfarandi eru dæmi um persónueiginleika sem hópstjórnandi þarf að búa yfir og oft eru taldir nauðsynlegir til að skapa hlýju, öryggi og sanna forystu: 10 Hlýja : Stjórnandi talar vel um aðra, honum líkar við aðra og treystir fólki og skapar jákvæð tengsl. Leiðbeinandi : Stjórnandi gefur öðrum tækifæri til að læra af eigin rammleik og er fús til að leiðbeina. 61

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=