Verum virk

Árangursríkt hópstarf byggist á þremur lykilatriðum Ákveðin grundvallaratriði þurfa að vera til staðar í öllu hópstarfi til þess að það skili árangri og er þá bæði litið til samspilsins á milli þeirra sem eru í hópnum og þess sem hver einstaklingur upplifir í gegnum hópstarfið. Eftirfarandi meginreglur hafa verið settar fram til að hópstarf skili betri árangri en starf einstaklings. 9 Líta má á þessi atriði frá þremur hliðum; í fyrsta lagi út frá hópnum sem einingu, í öðru lagi með hliðsjón af verkefninu eða tilgangi hópsins og í þriðja lagi ígrunda samstarfið sem slíkt og tengsl einstaklinganna. 1. Um hópinn sem einingu gilda þessar meginreglur: a. Hópurinn þarf að hafa þekkingu og færni til að leysa verkefnið. Æskilegt er að einstaklingarnir sem mynda hópinn hafi ólíka hæfileika frekar en að þeir séu jafningjar á alla lund. Breiddin í hæfileikum og færni gefur aukna vídd í verkefnið og eykur líkur á góðum árangri. b. Hópurinn þarf að kunna og vilja vinna saman. Þeir sem í hópnum eru þurfa að upplifa sig sem hluta af hópnum. c . Ytri aðstæður þurfa að vera góðar fyrir hópinn. 2. Um tilgang hópsins eða verkefnið sem slíkt gildir eftirfarandi: a. Verkefnið þarf að henta fyrir hópstarf. Það þarf að mynda heild en þó þarf að vera hægt að brjóta það upp í undirþætti. b. Verkefnið þarf að miðast við sameiginlegt markmið sem hópurinn vill stefna að. 3. Að síðustu gilda þessi meginatriði um samstarfið og tengsl einstaklinganna innbyrðis: a. Samstarfið þarf að gefa öllum einstaklingum í hópnum eitthvað og það þarf að gefa meira en það krefst. Að öðrum kosti nenna menn ekki að sinna því og gefast upp á samstarfinu. Enginn endist til lengdar í hópi ef hann fær enga gleði út úr samskiptunum við hina í hópnum eða hann upplifir sig ekki hluta af hópnum. 60

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=