Verum virk

Hópvinna eykur líkur á skilvirkni því betur sjá augu en auga Mikilvægt að kunna að vinna í hópi Hópvinna – meginreglur Skipulagt hópstarf á sér stað í frekar fámennum hópum, sé um stærri hópa að ræða skiptast þeir yfirleitt upp í nokkra minni, sem taka að sér afmarkaða þætti vinnunnar, enda ná smærri hópar yfirleitt meiri árangri í starfi sínu og virkni hvers einstaklings verður meiri. Sameiginlegt markmið getur skilgreint hópa sem starfa saman, hópurinn verður til vegna þessa sameiginlega markmiðs. Í öllu félagsstarfi má finna slíka vinnu- eða verkefnahópa sem vinna að ýmsum verkefnum í þágu síns félags. Stjórn félags myndar einn slíkan hóp og þær nefndir sem skipaðar eru innan félagsins einnig. Algeng stærð þessara hópa er þrír til sjö. Talið er heppilegra að hópar séu ekki mikið stærri en tíu til tólf manns, a.m.k. þegar um er að ræða afmörkuð verkefni og óformlegar umræður, ef þeir verða stærri eru auknar líkur á vanvirkni einstaklinga og óánægju meðal einhverra í hópnum. En betur sjá augu en auga, eins og sagt er, og því er oft betra að ákvarðanir séu teknar af hópi frekar en af stökum einstaklingum, þannig eru minni líkur á mistökum og meiri líkur á almennri ánægju meðal félagsmanna. Reynslan hefur sýnt að hópstarf skilar yfirleitt meiri og betri árangri og færir okkur meiri gleði en samanlagt framlag einstaklinga. Það er ekki síst þess vegna sem aukin áhersla er á þess konar starfsaðferðir í samfélagi nútímans, bæði í atvinnulífi og félagsstarfi. Það verður því stöðugt mikilvægari eiginleiki fyrir okkur öll að kunna að vinna í hópi. En slíku samstarfi fylgja þó ýmsir annmarkar líka, sum verk vilja til dæmis taka lengri tíma í úrvinnslu þegar margir koma að þeim heldur en þegar einn sér um þau vegna þess að umræður, skoðanaskipti og vangaveltur fram og til baka taka meiri tíma. Margs konar skoðanamunur og ágreiningur getur komið upp sem leysa þarf úr eigi slíkt ekki að virka truf landi á hópstarfið og úrvinnslu verksins. En þegar öllu er á botninn hvolft hvetur það okkur yfirleitt áfram og leiðir til aukins árangurs því það er æskilegt að mál séu skoðuð frá öllum sjónarhornum og að fá fram mismunandi skoðanir og rök fyrir þeim. Það er samt mikilvægt að hópur sem sinna á einhverju verkefni upplifi sig sem eina samstæða heild til að hann geti leyst viðfangsefnið sómasamlega af hendi. Hópurinn þarf að geta unnið saman án missættis og kunna að vinna úr eðlilegum skoðanaágreiningi. Til þess að svo megi verða þurfa einstaklingarnir að þekkja til helstu lögmála mannlegra samskipta og kunna að starfa í hópi. 59

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=