Verum virk

Nefndarstörf M iklu af tíma okkar er varið í hópum af ýmsu tagi, ekki síst á unglingsárunum. Hópur er hugtak sem nær yfir margs konar söfnuði, stóra sem smáa. Fjölskylda er dæmi um hóp, vinir mynda hóp, skóla- eða vinnufélagar annan, félagar úr félags- og tómstundastarfi enn annan o.s.frv. Stjórnir og nefndir félaga eru enn eitt dæmi um skipulagða hópa sem við getum verið hluti af. Mörg félagasamtök eru þannig upp byggð að þeim er skipt í smærri einingar og hópa þar sem hluti starfseminnar fer fram. Flestir hópar eiga það sameiginlegt að í þeim gilda ákveðnar reglur um samskipti, siðir og venjur. Það er því gagnlegt að þekkja til þeirra lögmála sem hafa áhrif á samstarf og samskipti í hópum. Í þessum kaf la verður gerð grein fyrir nokkrum meginreglum sem gilda í öllu hópstarfi og örfáum grunnatriðum í hópsálfræði. Einnig verður fjallað um skipulag og vinnubrögð í hóp­ starfi og stjórnun hópa. 58

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=