Verum virk
Af hverju félagsmálafræðsla? Félagshvötin er okkur í blóð borin rétt eins og aðrar eðlishvatir á borð við lífshvötina, sjálfsbjargarhvötina og kynhvötina. Maðurinn hefur frá örófi alda búið saman í hópum. Til forna fólst ákveðið öryggi í fjöldanum, auðveldara var að verjast árásum og af la fæðu. Þó veröldin hafi mikið breyst í gegnum aldirnar og samfélögin með, höfum við enn ríka þörf fyrir að tilheyra hópi. Í Hávamálum segir: Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villlur vega; auðigur þóttumk, er eg annan fann, maður er manns gaman. Þetta vers lýsir því vel hversu mikilvæg félagsleg samskipti eru okkur og hversu mikið ríkidæmi felst í því að tilheyra hópi og eiga trausta félaga og vini. Jafnvel þó einstaklingshyggja hafi aukist í nútíma samfélagi eru gömlu góðu gildin, eins og samvera, samkennd og samhjálp, enn í fullu gildi og í raun þau sem færa okkur mesta vellíðan og gleði þegar allt kemur til alls. Mannkynið, stærsta félag sem við tilheyrum, er samfélag einstaklinga með sundurleit markmið og ólíkt gildismat. Þó margt sameini okkur erum við ekki sammála um allt. Við höfum öll meðfædda þörf fyrir nánd við annað fólk en þurfum í gegnum reynslu okkar að læra þær félagslegu reglur sem gilda í þeim hópum sem við tilheyrum. Til að auðvelda samskipti innan og milli formlegra hópa og félaga hafa verið settar ákveðnar grundvallarreglur sem gilda í þessum samskiptum. Þær reglur þurfum við að tileinka okkur til að þrífast í hópunum og ná árangri innan þeirra. Félagsmálafræðslu er ætlað að auðvelda okkur að tileinka okkur þessar reglur og rata í gegnum völundarhús þeirra. Almennt um félög Eins og áður segir er stærsta félagið sem við öll tilheyrum mannkynið sem slíkt. Þó ekki sé hægt að líta á það sem formlegt félag er það engu að síður stærsti hópur sem við tilheyrum. Félag má skilgreina sem skipulagðan hóp tveggja eða f leiri sem stofnað er af fúsum og frjálsum vilja til þess að vinna að ákveðnu markmiði. Sumum hópum og félögum tilheyrum við sjálfkrafa eftir því hvar við erum í sveit sett en öðrum félögum veljum við meðvitað að taka þátt í vegna þess starfs eða þeirra markmiða sem þar er unnið að. Ríki og sveitarfélag eru önnur félög, svokölluð staðarfélög, sem við tilheyrum öll en þau félög verða til eftir landamærum eða landamerkjum og við tilheyrum þannig ákveðnum félögum eftir því hvar við búum. Búseta er að einhverju leyti Félagsmálafræðsla auðveldar okkur að tileinka okkur reglur sem gilda í samskiptum innan og milli formlegra hópa og félaga Félag er skipulagður hópur tveggja eða fleiri sem stofnaður er af frjálsum vilja 4
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=