Verum virk

Hvaða aðferð fannst ykkur henta best fyrir atkvæðagreiðsluna ykkar og af hverju? Setjið svo upp ímyndaða kosningu bekkjarfulltrúa í nemendaráð. Hvernig mynduð þið standa að tilnefningum og kosningu? Útskýrið af hverju þið völduð þetta form kosninga. Í hvaða tilvikum sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að nota hinar ólíku aðferðir við kosningar; óbundnar, bundnar og hlutfallskosningar? Hvenær finnst ykkur eðlilegt að nota tiltölulegan meirihluta við taln­ ingu atkvæða? En hreinan meirihluta eða aukinn meirihluta? Takið dæmi úr eigin lífi, skólastarfi eða félagsstarfi máli ykkar til stuðnings. 4. Tillögur og umræður Gerið tvær skriflegar tillögur til skólaráðs skólans um eitthvert atriði er varðar félagslíf nemenda, aðbúnað í skólanum, nám eða annað sem lýtur að skólastarfinu. Hvernig mynduð þið mæla fyrir þessum tillögum ef þið væruð flutningsmenn þeirra? Setjið málflutning ykkar á blað. Veljið eina af þeim tillögum sem fram komu og ræðið í hópnum. Hvernig mynduð þið afgreiða þessa tillögu á formlegum fundi? 5. Fundarsköp Vinnið saman í hópi (hlutverkaleikur). Setjið upp aðalfund í æskulýðs­ félaginu Gellur og gæjar og farið í gegnum allt ferlið, undirbúning, boðun og framkvæmd fundar. Á dagskrá eru hefðbundinmál aðalfundar, skýrsla stjórnar, reikningar, fjárhagsáætlun, starfsáætlun, kosningar og önnur mál, auk setningar og slita. Allir eiga að taka virkan þátt í fundinum. 6. Fundarsköp og félagsstörf Vinnið saman í litlum hópi og búið til stutt myndband sem lýsir kunn­ áttu ykkar og færni í fundarsköpum og félagsstörfum skemmtilega og myndrænt. Undirbúið verkið vel áður en þið byrjið að taka upp. 7. Tillögugerð og flutningur Íhugið hvað ykkur finnst betur mega fara í hverfinu eða sveitarfélaginu ykkar. Gerið skriflega tillögu til sveitarstjórnar um efnið. Gerið ráð fyrir að þið séuð flutningsmenn tillögunnar og undirbúið ykkur fyrir flutninginn með því að skrifa framsöguræðu með henni þar sem þið færið rök fyrir tillögunni og reynið að vinna fólk á ykkar band. 56

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=