Verum virk

Verkefni með sjötta kafla 1. Undirbúningur fundar og dagskrá Vinnið saman þrjú og þrjú. Ímyndið ykkur að þið séuð stjórn nemendafélags skólans ykkar. Fyrir dyrum stendur almennur félagsfundur. Hvernig mynduð þið undirbúa hann? Búið til dagskrá fyrir slíkan fund og skrifið fundarboð. 2. Embættismenn fundar Hverjir eru helstu embættismenn fundar og hvert er meginhlutverk þeirra? Hvernig mynduð þið undirbúa ykkur fyrir þessi hlutverk ef þið ættuð að takast þau á hendur? 3. Atkvæðagreiðsla og kosningar Vinnið saman í hópi og setjið upp atkvæðagreiðslu um tillögu að eigin vali sem varðar félagslíf bekkjarins. Prófið mismunandi form atkvæðagreiðslna: - Opna atkvæðagreiðslu (handauppréttingar). - Leynilega / skriflega atkvæðagreiðslu. - Atkvæðagreiðslu með nafnakalli. Vanda þarf til verka þegar tillögur eru bornar upp á fundum. Þær þurfa að tengjast því efni sem er á dagskrá fundarins, þær ætti að bera fram skriflega og ákveðnir fundarmenn, einn eða fleiri, eru flutningsmenn þeirra og mæla fyrir þeim. Tillögum má skipta í fjóra flokka: 1) Aðaltillögur, 2) Aukatillögur (breytingartillögur og viðaukatillögur), 3) Afgreiðslutillögur (dagskrár­ tillögur og frávísunartillögur), 4) Réttartillögur. Ákveðnar reglur gilda um afgreiðslu tillagna sem fer fram að loknum umræðum nema þegar reglur gera ráð fyrir undantekningu á því (réttar­ tillögur og dagskrártillögur). Aðeins er fjallað um eina tillögu í einu, stundum getur verið gott að skipta einni tillögu upp í fleiri og taka til afgreiðslu samkvæmt því. Stundum getur líka verið æskilegt að reyna að sameina tvær líkar tillögur í eina fyrir afgreiðslu þeirra. Sú tillaga sem lengst gengur er borin upp fyrst, breytingartillögur eru bornar upp á undan aðaltillögu en viðaukatillögur á eftir aðaltillögu. Allir geta kvatt sér hljóðs þegar umræður eru leyfðar um tillögur eða önnur mál sem til umfjöllunar eru. Fundarstjóri stýrir umræðunum. Að um­ ræðum loknum er málið tekið til afgreiðslu eftir því sem reglur kveða á um. 55

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=