Verum virk
Meginatriði – yfirlit Góður undirbúningur er mikilvægur eigi fundur að skila tilætluðum árangri. Dagskrá er sett upp í samræmi við tilgang fundarins. Til fundarins verður að boða með góðum fyrirvara og er æskilegt að dagskrá sé send með fundarboði svo fundarmönnum gefist kostur á að undirbúa sig betur fyrir fundinn. Fundi þarf að setja og og þeim þarf að slíta á ákveðinn og skýran hátt. Þetta eru þó stuttar og hnitmiðaðar athafnir. Fundarstjóri er mikilvægasti embættismaður fundar og miklu skiptir hvernig hann rækir hlutverk sitt eigi fundur að vera árangursríkur. Meginhlutverk fundarstjóra er að sjá til þess að farið sé eftir almennum fundarsköpum og fundarreglum og að mál hljóti afgreiðslu í samræmi við raunverulegan vilja meirihluta fundarmanna án þess að skoðana- og tjáningarfrelsi minnihlutans sé fótum troðið. Annar mikilvægur embættismaður hvers fundar er fundarritari sem skrifar fundargerð. Í henni koma fram öll helstu atriði er varða fundinn og þær ákvarðanir sem þar eru teknar. Algengt er á stærri fundum að kosið sé eða skipað í vinnunefndir fundar. Kjörbréfanefnd er algengust en hlutverk hennar er að yfirfara kjör bréf fundarmanna (atkvæðamagn), athuga umboð og fjölda frá hverju aðildarfélagi. Atkvæðagreiðslur geta farið fram með þrennum hætti: Opinni atkvæðagreiðslu (handauppréttingu), leynilegri (skriflegri) eða nafnakalli. Tillaga telst felld ef atkvæði falla jöfn. Kosningar til trúnaðarembætta geta farið fram með óbundnum kosningum (án sérstakra tilnefninga), bundnum kosningum (eftir til nefningar) og hlutfallskosningum (listakosningum). Oftar en ekki er tiltekið í lögum til hvaða embætta skuli kosið og hvernig kosningar fara fram. Meirihluti í kosningum og öðrum atkvæðagreiðslum getur verið til tölulegur, hreinn eða aukinn og skal koma fram í félagslögum við hvað skuli miðað hverju sinni til að tillaga nái fram að ganga. Sé miðað við tiltölulegan meirihluta ná þeir kjöri sem flest atkvæði fá burt séð frá því hvort um meira en helming atkvæða er að ræða eða ekki. Hreinn meirihluti kallast það þegar ná þarf meira en helmingi atkvæða til að tillaga nái fram að ganga en ef aukinn meirihluta þarf er miðað við annað hlutfall, t.d. 2 / 3 eða 3 / 4 hluta atkvæða. 54
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=