Verum virk

Fundarstjóri þarf að standa klár á því um hvers konar tillögu er að ræða því afgreiðsla hennar tekur mið af því Fundarstjóri heldur utan um mælendaskrá Fundarmönnum er heimilt að óska eftir að taka til máls þegar umræður eru leyfðar um tillögur eða aðra liði í dagskrá fundar. Það gera þeir með því að ávarpa fundarstjóra úr sæti sínu eða með því að lyfta hendi ef annar er að tala. Fundarstjóri tekur niður upplýsingar um þá sem kveðja sér hljóðs og skráir í mælendaskrá. Þeir fá svo að taka til máls í réttri röð. Það er svo fundarstjóra að sjá til þess að ræðumenn haldi sig við það efni sem er til umræðu og virði þann tíma sem gefinn hefur verið til málf lutnings en ræðutími getur verið takmarkaður við ákveðinn fjölda mínútna. Hann getur líka lokað mælendaskrá með hæfilegum fresti ef tími er naumur. Í sumum tilvikum er umræðu um ákveðið mál frestað eða því vísað til frekari athugunar í nefnd. Þegar það gerist er umræðum fram haldið þegar nefnd hefur skilað áliti sínu. Hver sem er getur óskað eftir frestun máls telji hann sig geta af lað gagna sem áhrif geta haft á afgreiðslu þess. Þess ætti þó sjaldan að gerast þörf ef vandað er til undirbúnings fundar. Ef enginn kveður sér hljóðs, eða mælendaskrá hefur verið tæmd, lýsir fundarstjóri umræðu lokið og tillaga eða mál er tekið til afgreiðslu eftir því sem reglur kveða á um. Fyrir afgreiðslu tillögu þarf fundarstjóri fyrst að gera sér grein fyrir því um hvers konar tillögu er að ræða því afgreiðslan miðast við það. Annars gilda þessar meginreglur við afgreiðslu tillagna. Tillögur eru almennt bornar upp til afgreiðslu að loknum um­ ræðum. Undantekningar frá þessu eru þó réttartillögur og dag­ skrártillögur eins og áður hefur verið nefnt. Ef f leiri en ein tillaga fjalla um sama efni skal fyrst bera upp þá sem lengst gengur. Sé hún samþykkt þarf ekki að bera hinar upp en sé hún felld er sú tillaga sem gengur næstlengst borin upp og þannig koll af kolli. Breytingartillögur eru bornar upp á undan aðaltillögunni sem þær eru f luttar við. Ef breytingartillaga er samþykkt er aðaltillaga borin upp eins og henni hefur þá verið breytt. Sé breytingartillagan felld þarf ekki að breyta aðaltillögunni áður en hún er borin upp til atkvæða. Séu margar breytingartillögur um sömu aðaltillögu er byrjað á þeirri sem gengur lengst og þannig koll af kolli eins og áður hefur verið skýrt. Það sama á við um breytingartillögur við breytingartillögur. Viðaukatillaga er hins vegar borin upp á eftir þeirri aðaltillögu sem hún er f lutt við. Ekki er þörf á að bera hana upp nema aðaltillagan sé samþykkt áður. 53

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=