Verum virk

Best að fjalla um eina tillögu í einu 3. Afgreiðslutillögur. Þær segja til um hvernig skuli haga umræðum eða fundar­ störfum en beinast ekki efnislega að málum sem eru á dagskrá fundarins. Þessum tillögum má einnig skipta í tvennt: a. Dagskrártillögur sem snúast um breytingar á dagskrá fundarins. Slíkar tillögur eru afgreiddar strax án umræðna. b. Frávísunartillögur sem miða að því að vísa tilteknum tillögum frá fundi í einhvern tiltekinn farveg, s.s. til stjórnar eða nefndar, frekar en að beinast að tilteknu dagskrármáli. Þess konar tillögur eru afgreiddar að loknum umræðum en á undan öðrum tillögum. 4. Réttartillögur. Þær fjalla um stjórnun og framkvæmd fundarins og eru afgreiddar strax án nokkurra umræðna. Dæmi um slíkar tillögur eru eftirfarandi: a. Tillaga um að hnekkja úrskurði fundarstjóra. b. Tillaga um vantraust á fundarstjóra. c. Tillaga um ákvörðunarvald eða lögmæti fundar. Dæmi um einfalda aðaltillögu er: „Fundurinn samþykkir að farið verði í skíðaferð næstkomandi laugardag“. Breytingartillaga við þá tillögu gæti verið um að breyta dagsetningu ferðarinnar, s.s. að fara helgarferð frekar en dagsferð. Hins vegar gæti viðaukatillaga snúist um það hvert á að fara án þess að breyta upphaf legu tillögunni að öðru leyti. Dagskrártillaga getur t.d. verið ósk um að gert sé hlé á fundinum, hugsanlega í þeim tilgangi að kanna einhver atriði er varða aðaltillöguna um skíðaferð sem er til umfjöllunar, áður en gengið verður til atkvæða (s.s. að athuga með verð eða skoða veðurspá). Dæmi um frávísunartillögu væri hins vegar t.d. að leggja til að tillögunni um skíðaferð verði vísað til skemmtinefndar til umfjöllunar og ákvörðunar. Tillögum má líka skipta í annars konar f lokka, forgangstillögur, tengitillögur, vinnutillögur og aðaltillögur eða ígildi þeirra. 8 Þessi f lokkun miðast við hvernig en þó enn frekar hvenær unnið er úr tillögunum, þær fyrstnefndu skulu afgreiddar fyrst og svo koll af kolli. Ekki verður farið nánar út í þá f lokkun hér en gott að kannast við þessi heiti svo þau komi ekki á óvart séu þau notuð á fundum í ykkar félagsstarfi. Aðeins ætti að fjalla um eina tillögu í einu, annað væri bara ruglingslegt fyrir fundarmenn. Stundum getur verið æskilegt að skipta einni tillögu upp í tvo eða f leiri hluta og bera þá upp hvern í sínu lagi til að greiða fyrir störfum fundarins eða auðvelda mönnum að taka afstöðu til einstakra atriða í tillögunni. Ef tvær tillögur eru líkar gæti fundarstjóri líka athugað hvort f lutningsmenn þeirra gætu sameinað þær. 52

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=