Verum virk

Tiltölulegur meirihluti, hreinn meirihluti eða aukinn meirihluti ræður úrslitum atkvæðagreiðslu Formlegar tillögur skulu vera skriflegar Ólíkir flokkar tillagna Við kosningar og aðrar atkvæðagreiðslur getur tiltölulegur meirihluti, hreinn meirihluti og aukinn meirihluti ráðið úrslitum og skal það koma fram í félags­ lögum við hvað er miðað hverju sinni. Þegar um tiltölulegan meirihluta er að ræða geta menn náð kjöri með minnihluta atkvæða, þeir sem fá f lest atkvæði ná kjöri burt séð frá því hvort þeir hafa fengið yfir helming atkvæða eða ekki. Hreinn meirihluti kallast það þegar menn ná kjöri með meirihluta atkvæða, þ.e. yfir 50% atkvæða. Aukinn meirihluti kallast það hins vegar þegar gerð er ríkari krafa um atkvæðamagn til að tillaga nái fram að ganga, gjarnan er miðað við 2 / 3 eða 3 / 4 hluta atkvæða. Við mikilvægar ákvarðanir, eins og lagabreytingar, er oft gerð krafa um aukinn meirihluta. Tillögur og umræður Á fundum fara fram umræður um hina ýmsu þætti sem snerta starfsemi félags og þar gefst félagsmönnum kostur á að bera upp formlegar tillögur er varða starfið og þau mál sem á dagskrá fundarins eru. Þeir sem hyggjast bera upp tillögu þurfa að hafa í huga að tillagan fjalli um málefni sem er á dagskrá fundarins og einn fundarmaður eða f leiri verða að vera f lutningsmenn tillögunnar og mæla fyrir henni. Formlegar tillögur á alltaf að bera fram skrif lega og undirritaða af þeim sem f lytja þær. Munnlegar tillögur er ekki skylt að taka til afgreiðslu á fundum en fundarstjóri getur óskað eftir að þeim sé skilað skrif lega sé óskað eftir því að þær verði afgreiddar á fundinum. Til þess að hægt sé að afgreiða tillögur þarf þó að vera tryggt að fundurinn sé ályktunarbær eða lögmætur. Tillaga ætti ávallt að lýsa vilja eða skoðunum f lutningsmanns hennar og best er að orðalag hennar sé hnitmiðað og skýrt. Þegar um formlega tillögu er að ræða ætti þó alltaf að orða hana þannig að hún sé f lutt í nafni fundarins, s.s. „fundurinn samþykkir …“. Tillögum má í grófum dráttum f lokka í fjóra f lokka: 1. Aðaltillögur . Þær eru efnislega sjálfstæðar, eru hugmyndir eða ályktanir um efni sem er á dagskrá fundarins og eru afgreiddar að loknum umræðum. 2. Aukatillögur . Þær miðast við aðrar tillögur, yfirleitt aðaltillögu, en eru ekki sjálfstæð mál í eðli sínu. Slíkum tillögum má skipta í tvennt: a. Breytingartillögur sem breyta aðaltillögunni án þess að hafa áhrif á megin­ efni hennar. Slíkar tillögur eru afgreiddar að loknum umræðum á undan aðaltillögunni enda geta þær haft áhrif á hana. b. Viðaukatillögur sem bæta við efni aðaltillögu en breyta henni ekki að öðru leyti. Slíkar tillögur eru afgreiddar að loknum umræðum á eftir aðaltillög­ unni enda þarf ekki að greiða atkvæði um þær nema aðaltillagan sé samþykkt. 51

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=