Verum virk

Bundnar kosningar algengasta formið Í óbundnum kosningum er ekki óskað eftir tilnefningum í embættið fyrir fram og kjósandi getur því valið hvern sem er úr félaginu. Þetta er lýðræðislegasta form kosninga en hefur þann mikla ókost að atkvæði geta dreifst á svo marga að einstaklingur getur náð kjöri þó aðeins sé mikill minnihluti á bak við hann. Þessi aðferð getur einnig verið seinleg eigi að tryggja að meirihluti sé á bak við þann aðila sem nær kjöri því þá þarf oftast að fara í gegnum f leiri en eina atkvæðagreiðslu. V ið bundnar kosningar er fyrst kallað eftir tilnefningum í embætti, síðan er kosið á milli þeirra sem tilnefndir eru. Sé aðeins einn í framboði í tiltekið embætti telst hann sjálfkjörinn og atkvæðagreiðsla þarf ekki að fara fram. Við þessa aðferð dreifast atkvæði minna og menn ná frekar kjöri með meirihluta atkvæða á bak við sig. Bundin kosning hentar því betur í fjölmennu félagi. Falli atkvæði jöfn milli tveggja frambjóðenda er yfirleitt varpað hlutkesti og þannig skorið úr því hvor þeirra hlýtur kosningu. Þetta er líklega eitt algengasta form kosninga. Við hlutfallskosningar eru bornir fram listar með allt að tvöfalt f leiri nöfnum en kjósa á. Síðan merkja kjósendur við þann lista sem þeir velja. Ákveðnar reglur gilda svo við talningu atkvæða þannig að efsti maður lista hefur heildar­ magn atkvæða listans á bak við sig, annar maður helming atkvæða, þriðji maður þriðjung o.s.frv. Þeir sem f lest atkvæði hafa á bak við sig hljóta kosningu. Þetta getur virkað f lókið en skýrist sé litið á eftirfarandi dæmi sem fengið er að láni úr Vertu með! 7 Kjósa á sjö menn hlutfallskosningu og þrír listar koma fram. A-listi hlýtur 60 atkvæði, B-listi 49 atkvæði og C-listi 32 atkvæði. Samkvæmt þessu ná þrír menn kjöri af A-lista, þrír af B-lista og einn af C-lista. Við svona kosningar gefst eingöngu færi á að velja á milli lista, ekki kjósa einstaklinga af ólíkum listum. Hins vegar er með þessu móti tryggt að minnihlutahópar fái hlutfallslega aðild að stjórn og öðrumþeim trúnaðarstörfum sem kosið er í. 50 1. maður 2. maður 3. maður A-listi 60 30 20 B-listi 49 24 1 / 2 16 2 / 3 C-listi 32 16 10 2 / 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=